BBC fjallar um sjúkan og spilltan fótboltaheim í Alsír Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2018 10:30 Riyad Mahrez er frægasti fótboltamaður Alsír í dag. Vísir/Getty Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan. Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Alsír var einu sinni eitt af stórveldum afríska fótboltans en nú má fótboltalandsliðið í Alsír muna sinn fífil fegri. Alsír var í 15. sæti á heimslistanum árið 2014 en nú aðeins fjórum árum síðar er landsliðið dottið niður í 66. sæti. Alsír komst í sextán liða úrslit á HM í Brasilíu 2014 en vann aðeins 2 af 8 leikjum sínum í undankeppni HM 2018 og komst ekki til Rússlands. Kheireddine Zetchi, forseti alsírska knattspyrnusambandsins, leggur nú ofurkapp á að hreinsa alsírska fótboltaheiminn sem hefur verið helsjúkur af spillingu og hagræðingu úrslita í langan tíma. Arabíska BBC eyddi þremur árum í rannsóknarvinnu í landinu þar sem rætt var við dómara, leikmenn, stjórnarmenn og tvo menn sem hafa stundað það að kaupa og selja úrslit í alsírska fótboltanum.‘I can fix a top Algerian football match for $68,000’ https://t.co/SVaz0OrtZhpic.twitter.com/nIsAl2W6oj — BBC News Africa (@BBCAfrica) September 19, 2018Fyrirsögnin á heimildarmyndinni er: „Ég get hagrætt úrslitum í toppleik í Alsír fyrir 68 þúsund dollara“. 68 þúsund dollarar eru 7,4 milljónir íslenskra króna. „Við getum ekki logið að okkur sjálfum lengur. Fótboltalandsliðið okkar er sjúkt. Alsírskur fótbolti er sjúkur,“ segir umræddur Kheireddine Zetchi í upphafi myndarinnar. Það er hrikaleg staða á málum fótboltans innan Alsír sem menn telja að sé nú farin að hafa skelfilega afleiðingar fyrir fótboltalandsliðið. „Leikmennirnir í fótboltalandsliðinu okkar hugsa bara um peninga,“ er haft eftir einum stuðningsmanni landsliðsins eftir að liðinu mistókst að komas á HM í Rússlandi. „Það er gott að landsliðið tapaði og komst ekki á HM því nú ættum við að geta einbeitt okkur að því hversu hörmulegur fótboltaheimurinn okkar er,“ er haft eftir öðrum. Svo er skipt yfir í umræðuþátt þar sem svikulir dómarar eru til umræðu. „Einn dómari vinnur sem hjúkrunarfræðingur. Hvernig getur hann átt efni á risastóru einbýlishúsi, glæsilegum bíl og átt að auki eignir erlendis,“ segir einn gestanna í þættinum. Það má sjá þessa fróðlegu en um leið sláandi heimildarmynd hér fyrir neðan.
Alsír HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira