Dómstóllinn að skapa slæmt fordæmi Hjörvar Ólafsson skrifar 19. september 2018 07:30 Það var innan þessara veggja sem áfrýjunardómstóll KSÍ kvað upp dóm um að Huginn og Völsungur þurfi að spila leik sinn að nýju. Vísir/Getty Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Síðdegis í dag leika Huginn og Völsungur merkilegan leik í sögu íslenskrar knattspyrnu. Huginn hafði betur í leik liðanna í 10. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu karla um miðjan ágúst. Þar sem áfrýjunardómstóll KSÍ áleit að maðkur hefði verið í mysunni við framkvæmd leiksins af hálfu dómara sem og við gerð leikskýrslu eftir leikinn telur dómstóllinn réttast að leikurinn verði endurtekinn. Viðmælendur Fréttablaðsins, bæði almenna knattspyrnuáhugamenn sem og löglærða, rekur ekki minni til þess að knattspyrnuleikur hafi þurft að fara fram að nýju vegna mistaka dómara. Þeir aðilar sem Fréttablaðið ræddi við telja að dómur áfrýjunardómstólsins opni á ormagryfju, sem sé ekki heillavænlegt fyrir knattspyrnuna til framtíðar. Það sé ekki góð þróun að mistök dómara leiði til dómsmála. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að í leik liðanna á Seyðisfirði vísaði dómarinn leikmanni Völsungs ranglega af velli með rauðu spjaldi. Dómarinn taldi, með röngu, að hann hefði nú þegar áminnt leikmanninn þegar hann áminnti hann undir lok leiksins og rak hann þess vegna af velli. Huginn vann leikinn með marki sem liðið skoraði eftir að vera á óréttmætan hátt orðið einum leikmanni fleiri. Eftir leikinn áttaði dómarinn sig á mistökum sínum og leiðrétti þau á leikskýrslu sinni á þann hátt að brottvísun leikmannsins var ekki skráð á leikskýrsluna og þar af leiðandi var hann ekki úrskurðaður í leikbann. Eftir að aga- og úrskurðarnefnd úrskurðaði um að úrslit leiksins skyldu standa þrátt fyrir framkvæmd leiksins og frágang leikskýrslunnar og meint óvinveitt samskipti milli forráðamanns Völsungs og starfsmanns KSÍ, var málinu skotið til áfrýjunardómstóls KSÍ. Þar var úrskurði aga- og úrskurðarnefndarinnar hnekkt og dómur kveðinn upp um að leikurinn í heild sinni skyldi endurtekinn. Völsungur fær því aukalíf í baráttunni um að komast upp úr 2. deildinni og Huginn sem er nú þegar fallinn þarf að mæta aftur til leiks með ærnum tilkostnaði. Huginn fær engan kostnað greiddan á meðan ferðakostnaður Völsungs vegna nýs leiks er greiddur að fullu af KSÍ. Fram kemur í dómi áfrýjunardómstólsins að óumdeilt sé að dómarinn hafi gert mistök og er þar líklega vísað til athugasemda eftirlitsdómara leiksins sem hefur ekki vald til þess að dæma leikinn, ummæla dómara leiksins þar sem hann viðurkennir mistök sín og frágangs dómara leiksins á leikskýrslu sem gerð var í samráði við annan starfsmann KSÍ. Með því að gera þessi mistök, það er að veifa rauða spjaldinu fyrir agabrot sem hefði átt að verðskulda gult spjald, hafi dómarinn metið aðstæður rangt, farið út fyrir það svigrúm sem knattspyrnulögin veita og því sé leikurinn ógildur. Frágangur leikskýrslunnar hafi einnig farið á svig við það sem lög og reglur KSÍ kveða á um. Það er alkunna að dómarar leikja, líkt og aðrir þátttakendur hans, gera mistök og hæpið er að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eða áfrýjunardómstóli KSÍ sé heimilt að láta endurtaka leiki vegna mistaka starfsmanns KSÍ. Þannig sé liðið sem ekkert hefur til saka unnið látið gjalda fyrir mistök sem starfsmenn KSÍ gera. Þarna er enn fremur skyggnst inn í hugarheim dómara á þeim tíma sem hann tók ákvörðunina eftir leik og úrslitum var breytt þar sem mistök hans leiddu til óhagstæðra úrslita fyrir það lið sem fyrir mistökunum varð. Þetta gæti orðið til þess að félög freistuðust í framtíðinni til að kæra í meiri mæli rangar ákvarðanir dómara um agabrot í leikjum sem verður til þess að úrslit leikja ráðist inni í dómssal en ekki á knattspyrnuvellinum eins og eðlilegra er.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. 17. september 2018 20:30
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13