Samkvæmt heimildum vefsíðunnar fótbolti.net þá verður Hörður Björgvin frá í tvær til þrjár vikur.
CSKA Moskva mætir Viktoria Plzen í Meistaradeildinni annað kvöld en þetta hefði annars orðið fyrsti leikur Harðar í Meistaradeildinni.
We are ready for Champions League! pic.twitter.com/SK6i6tSKB3
— Hörður B. Magnússon (@HordurM34) September 17, 2018
Næsti leikur CSKA Moskvu er síðan á móti Real Madrid á heimavelli 2. október eða eftir fjórtán daga. Það þarf allt að ganga upp hjá Herði í endurhæfingunni ætli hann að ná honum.
Fótbolti.net segir að Hörður Björvin ætti að vera kominn á fulla ferð fyrir leiki Íslands gegn Frakklandi og Sviss í október.
Hann gat ekki spilað landsleikinn á móti Sviss á dögunum en var með á móti Belgíu.