Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 12:13 Beiðni Ölmu um aðild að rammasamningi SÍ og sérfræðilækna var hafnað í september í fyrra. Fréttablaðið/valli Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Forsaga málsins er sú að þann 14. júlí 2017 sendi Alma, sem lauk sérfræðinámi í háls-, nef- og eyrnalækningum vorið 2014, umsókn til Sjúkratrygginga Íslands um aðild að rammasamningnum. Beiðninni var hafnað þann 8. september sama ár. Málið var höfðað 13. nóvember 2017 og dómtekið 4. september 2018. Alma krafðist þess að ákvörðun SÍ yrði felld úr gildi og jafnframt að henni yrði greiddur málskostnaður.Sjá einnig: Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekki hafi farið fram fullnægjandi mat á umsókn Ölmu með tilliti til þeirra fjölmörgu faglegu þátta sem skiptu máli við úrlausn á umsókninni. Með þessu hafi verið brotið gegn lögmætisreglunni og meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda. Af þessu leiðir að ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands hafi verið haldin verulegum annmörkum og því verði hún felld úr gildi. Eins og áður segir er stefnda, íslenska ríkinu, gert að greiða Ölmu 1.800.000 krónur í málskostnað.Dómurinn hafi mikla þýðingu Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, hafði heyrt af niðurstöðunni í héraðsdómi þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann hafði þó ekki náð að kynna sér dóminn en það væri næsta mál á dagskrá. Dómurinn hefði mikla þýðingu varðandi þær deilur sem sérlæknar utan samnings við Sjúkratryggingar hafa átt við heilbrigðisyfirvöld og heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. „Ég myndi halda það,“ segir Steingrímur. Varðandi það hvort Alma Gunnarsdóttir kæmist strax aftur á samning hjá Sjúkratryggingum í ljósi dómsins segir Steingrímur: „Ráðherra þarf að taka ákvörðun um hvort hann áfrýi málinu. Þetta stendur aðallega upp á ráðherra.“ Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Ekki hefur náðst í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22