Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. september 2018 11:15 Nágrannadeilurnar hafa varið fram og til baka í dómskerfinu. Fréttablaðið/ernir Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu þar sem húsfélagi fjöleignarhússins þar sem deiluaðilar búa var ekki gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna í málinu. Á lóðinni má finna tvo 2,75 metra langa skjólveggi sem girða af stóran hluta lóðarinnar en rekja má málið til þess að stefnendur keyptu íbúð í húsinu árið 2015. Í þinglystri eignaskiptayfirlýsingu hússins kemur fram að húsinu sé skipt í þrjár íbúðir og að lóð hússins sé í óskiptri sameign allra eigna. Vildu þau sem keyptu íbúð í húsinu árið 2015 fá skýringar á því af hverju skjólveggir hafi verið reistir á sameiginlegri lóð hússins í ljósi þess að lóðin væri í óskiptri sameign allra eigenda. Töldu þau ljóst að ekki hafi legið heimild fyrir því að reisa veggina. Stefndu þau því nágrönnum sínum fyrir dómstólum. Gerðu þau kröfu um að skjólveggirnir yrðu fjarlægðir þar sem að sameign húsfélags verði ekki ráðstafað af húsfélagi með samningi nema allir eigendur séu því samþykkir. Þá sé samkvæmt lögum óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það ætlað og auk þess sem að eiganda sé ekki heimilt á eigin spýtur að gera nokkrar breytingar á sameign eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar. Óþarfi að stefna húsfélaginu að mati Landsréttar Nágrannirnir svöruðu með því að óska eftir því að málinu yrði vísað frá dómi þar sem húsfélagi hússins hafi ekki verið gefinn kostur á því að gæta hagsmunna sinna. Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gefa húsfélaginu kost á að grípa til varna og því var málinu vísað frá fyrr á árinu. Þessum úrskurði héraðsdómstóls var áfrýjað til Landsréttar sem komst að niðurstöðu fyrr í mánuðinum. Í niðurstöðu Landsréttar segir að þar sem málið varði alla sameigendur hússins og að þeir hafi allir ýmist sótt málið eða gripið til varna hafi verið óþarfi að húsfélagið yrði aðili að málinu. Segir í niðurstöðu Landsréttar að ekki verði annað séð en að með dómi megi leiða ágreining í málinu til lykta að fullu og var því lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Nágrannadeilur Reykjavík Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira