Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2018 22:01 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur staðfest að hann hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum síðar. Ingvar sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis í kvöld vegna fyrirspurna en hann segist hafa iðrast þess æ síðan og farið strax í áfengismeðferð og leitað sér einnig viðeigandi aðstoðar. Lét Ingvar skriflega áminningu, sem Orkuveita Reykjavíkur veitti honum, fylgja með tilkynningunni sem hann sendi á fjölmiðla. Þar er framkoma hans og háttarlag gagnvart starfsmönnum sögð hafa verið með öllu óviðeigandi og óforsvaranleg og lýst sér meðal annars í beinum snertingum. Gekkst Ingvar við brotunum og hann minntur á að framkoma hans og háttarlag sé litin mjög alvarlegum augum og verði aldrei liðin innan fyrirtækisins. Var því ákveðið að veita honum skriflega áminningu, en slík áminning getur leitt til þess, bæti starfsmaður ekki ráð sitt, að ráðningarsamningi við hann verði sagt upp eða rift án fyrirvara eða frekari aðvarana. Var skorað á Ingvar að bæta ráð sitt og með því tryggja að framkoma og háttarlag sem hann sýndi af sér endurtaki sig ekki. Undir áminninguna ritar Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, en hann segir að það sé skýr afstaða fyrirtækisins að ætli Ingvar sér að starfa þar áfram þá verði hann að leita sér lækninga í þeim tilgangi að fá bót meina sinna. Jafnframt gerði Orkuveitan þá kröfu að í framhaldi hefji Ingvar samtalsmeðferð vegna þeirra atvika sem eru ástæða áminningarinnar. Forstjórinn steig til hliðar Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu rétt fyrir kvöldmat þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. Sagði Bjarni það nauðsynlegt skref á meðan skoðun á málefnum OR færi fram. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu í kjölfarið þar sem hún sagðist hafa móttekið ósk Bjarna og að hún yrði tekin fyrir á fundi stjórnar sem allra fyrst. Þá tilkynnti Brynhildur að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar myndi framkvæma úttekt á vinnustaðamenningu Orkuveitunnar og fyrirtækja hennar. Undirbúningur þeirrar úttektar væri þegar hafinn. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður OR, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri tilvik um óeðlilega hegðun innan Orkuveitunnar sem krefðust nánari skoðunar. Atburðarás sem hófst í síðustu viku Þessi atburðarás hófst í síðustu viku þegar Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið boðaði Bjarna Bjarnason hana og eiginmann hennar Einar Bárðarson til fundar. Sá fundur var afar afdrifaríkir. Eftir hann ritaði Einar Bárðarson færslu á Facebook þar sem hann sagðist hafa hitt forstjóra stórfyrirtækis sem Einar sagði hafa tekið fálega í frásagnir hans af framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem sendi undirmönnum sínum dónalega tölvupósta. Um var að ræða Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra Orku náttúru. Ákvað Bjarni Bjarnason, sem er stjórnarformaður Orku náttúru, að kalla stjórnina saman til fundar samdægurs og var Bjarna Má sagt upp störfum í kjölfarið. Bjarni Bjarnason sagði við Vísi að hann hefði litið málið alvarlegum augum á fundinum en Áslaug heldur því fram að hann hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Ákvað stjórn Orku náttúrunnar að ráða Þórð Ásmundsson tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra ON. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fengu síðan fregnir af því síðastliðinn föstudag að hann væri sakaður um kynferðisbrot og var Þórður því sendur í leyfi, en hann hafði starfað sem forstöðumaður hjá ON. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar Orku náttúru, var þess í stað ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra.Tengd skjölÁminning Ingvars Stefánssonar Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur staðfest að hann hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum síðar. Ingvar sendi fjölmiðlum tilkynningu þess efnis í kvöld vegna fyrirspurna en hann segist hafa iðrast þess æ síðan og farið strax í áfengismeðferð og leitað sér einnig viðeigandi aðstoðar. Lét Ingvar skriflega áminningu, sem Orkuveita Reykjavíkur veitti honum, fylgja með tilkynningunni sem hann sendi á fjölmiðla. Þar er framkoma hans og háttarlag gagnvart starfsmönnum sögð hafa verið með öllu óviðeigandi og óforsvaranleg og lýst sér meðal annars í beinum snertingum. Gekkst Ingvar við brotunum og hann minntur á að framkoma hans og háttarlag sé litin mjög alvarlegum augum og verði aldrei liðin innan fyrirtækisins. Var því ákveðið að veita honum skriflega áminningu, en slík áminning getur leitt til þess, bæti starfsmaður ekki ráð sitt, að ráðningarsamningi við hann verði sagt upp eða rift án fyrirvara eða frekari aðvarana. Var skorað á Ingvar að bæta ráð sitt og með því tryggja að framkoma og háttarlag sem hann sýndi af sér endurtaki sig ekki. Undir áminninguna ritar Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, en hann segir að það sé skýr afstaða fyrirtækisins að ætli Ingvar sér að starfa þar áfram þá verði hann að leita sér lækninga í þeim tilgangi að fá bót meina sinna. Jafnframt gerði Orkuveitan þá kröfu að í framhaldi hefji Ingvar samtalsmeðferð vegna þeirra atvika sem eru ástæða áminningarinnar. Forstjórinn steig til hliðar Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu rétt fyrir kvöldmat þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri. Sagði Bjarni það nauðsynlegt skref á meðan skoðun á málefnum OR færi fram. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sendi fjölmiðlum tilkynningu í kjölfarið þar sem hún sagðist hafa móttekið ósk Bjarna og að hún yrði tekin fyrir á fundi stjórnar sem allra fyrst. Þá tilkynnti Brynhildur að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar myndi framkvæma úttekt á vinnustaðamenningu Orkuveitunnar og fyrirtækja hennar. Undirbúningur þeirrar úttektar væri þegar hafinn. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður OR, sagði í fréttum Stöðvar 2 að hún hefði fengið upplýsingar um fleiri tilvik um óeðlilega hegðun innan Orkuveitunnar sem krefðust nánari skoðunar. Atburðarás sem hófst í síðustu viku Þessi atburðarás hófst í síðustu viku þegar Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur. Í kjölfarið boðaði Bjarna Bjarnason hana og eiginmann hennar Einar Bárðarson til fundar. Sá fundur var afar afdrifaríkir. Eftir hann ritaði Einar Bárðarson færslu á Facebook þar sem hann sagðist hafa hitt forstjóra stórfyrirtækis sem Einar sagði hafa tekið fálega í frásagnir hans af framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem sendi undirmönnum sínum dónalega tölvupósta. Um var að ræða Bjarna Má Júlíusson, framkvæmdastjóra Orku náttúru. Ákvað Bjarni Bjarnason, sem er stjórnarformaður Orku náttúru, að kalla stjórnina saman til fundar samdægurs og var Bjarna Má sagt upp störfum í kjölfarið. Bjarni Bjarnason sagði við Vísi að hann hefði litið málið alvarlegum augum á fundinum en Áslaug heldur því fram að hann hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Ákvað stjórn Orku náttúrunnar að ráða Þórð Ásmundsson tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra ON. Stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur fengu síðan fregnir af því síðastliðinn föstudag að hann væri sakaður um kynferðisbrot og var Þórður því sendur í leyfi, en hann hafði starfað sem forstöðumaður hjá ON. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstöðumaður fyrirtækjamarkaðar Orku náttúru, var þess í stað ráðin tímabundið í starf framkvæmdastjóra.Tengd skjölÁminning Ingvars Stefánssonar
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Forstjóri OR stígur tímabundið til hliðar Bjarni segir í tilkynningunni að hann hafi óskað eftir því á meðan þau mál sem komið hafa upp verða skoðuð og úttekt gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. 17. september 2018 18:39
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Samkvæmt Stjórnvísi er forstjóri OR afbragð annarra stjórnenda. 17. september 2018 13:19