Þurfa að greiða virðisaukaskatt af skildingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 07:30 Mynt áþekk þeirri sem deilt var um. NORDICPHOTOS/GETTY Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Tollstjóra um að einstaklingar þurfi að greiða virðisaukaskatt af innfluttri eins dollars mynt. Báðir aðilar töldu að um söfnunargrip væri að ræða en eigendur myntarinnar sögðu hana vera góðan og gildan gjaldmiðil. Atvik málsins eru þau að í fyrra flutti fólkið inn svokallaða „American Silver Eagle Bullion“ silfurmynt. Myntin er frábrugðin venjulegum myntum að því leyti að hún er gerð úr 31 grammi af nær hreinu silfri. Venjuleg mynt er hins vegar gerð úr blöndu af kopar, sinki, nikkeli og mangani. Að baki ákvörðun Tollstjóra lá sú staðreynd að myntin væri gefin út í takmörkuðu upplagi árlega og færi ekki í almenna umferð líkt og hefðbundinn skildingur. Myntir sem þessar gengju kaupum og sölum á netinu og væri kaupverðið margfalt nafnvirði myntarinnar. Af þeim sökum bæri að greiða 24 prósenta virðisaukaskatt af innflutningi hennar. Þessu undi fólkið ekki og kærði málið til YSKN. Byggði það á því að myntin hefði verið keypt í fjárfestingarskyni til að byggja upp sparnað sem nýta mætti sem gjaldmiðil í viðskiptum. Ekki stæði til að eiga myntina sem safngrip. Á þetta féllst YSKN ekki og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Tollstjóra um að einstaklingar þurfi að greiða virðisaukaskatt af innfluttri eins dollars mynt. Báðir aðilar töldu að um söfnunargrip væri að ræða en eigendur myntarinnar sögðu hana vera góðan og gildan gjaldmiðil. Atvik málsins eru þau að í fyrra flutti fólkið inn svokallaða „American Silver Eagle Bullion“ silfurmynt. Myntin er frábrugðin venjulegum myntum að því leyti að hún er gerð úr 31 grammi af nær hreinu silfri. Venjuleg mynt er hins vegar gerð úr blöndu af kopar, sinki, nikkeli og mangani. Að baki ákvörðun Tollstjóra lá sú staðreynd að myntin væri gefin út í takmörkuðu upplagi árlega og færi ekki í almenna umferð líkt og hefðbundinn skildingur. Myntir sem þessar gengju kaupum og sölum á netinu og væri kaupverðið margfalt nafnvirði myntarinnar. Af þeim sökum bæri að greiða 24 prósenta virðisaukaskatt af innflutningi hennar. Þessu undi fólkið ekki og kærði málið til YSKN. Byggði það á því að myntin hefði verið keypt í fjárfestingarskyni til að byggja upp sparnað sem nýta mætti sem gjaldmiðil í viðskiptum. Ekki stæði til að eiga myntina sem safngrip. Á þetta féllst YSKN ekki og staðfesti niðurstöðu Tollstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira