Fjalla um fyrsta kossinn, stefnumótið og önnur óþægileg atvik Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is
Menning Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira