Segir útilokað að læknar vinni eftir útrunnum samningi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. september 2018 19:30 Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sjúklingar gætu þurft að greiða heimsóknir til sérfræðilækna að fullu sjálfir ef ekki nást samningar á milli ríkisins og læknanna fyrir áramót. Formaður Læknafélags Reykjavíkur útilokar að sérfræðilæknar vinni eftir núgildandi samningi við ríkið þegar hann rennur út. Í gær fjölluðum við um konu með stökkbreytingu í brakkageni sem þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni sem starfar hérlendis til að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Læknirinn segist finna fyrir vaxandi eftirspurn sjúklinga á aðgerðum framkvæmdum erlendis. „Ég hef sjálfur fundið fyrir vaxandi eftirspurn eftir því að konur vilji hugsanlega koma til mín til aðgerða á nýju ári. Það er sjálfsagt að taka á móti þeim en það er glórulaust að geta ekki sinnt þessum hópi heima,“ segir Kristján Skúli Ásgeirsson, læknir.Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands renna út um áramótin og er formaður Læknafélags Reykjavíkur orðinn áhyggjufullur yfir stöðunni. „Við sjáum eins og er engan vilja hjá ráðherra til að semja við sérfræðilækna. Það hafa engar viðræður verið boðaðar og samningarnir renna út eftir þrjá mánuði. Þetta eru flóknir samningar, 24 sérgreinar og það tekur langan tíma að semja. Það hefur vanalega tekið sex til átta mánuði að semja um þetta. Því miður er það útilokað að læknar muni vinna á útrunnum samningi eftir áramót mánuði í senn,“ segir Þórarinn Guðnason, læknir og formaður Læknafélags Reykjavíkur. „Hljóðið er almennt ákaflega dökkt. Það er algjörlega glórulaust fyrir íslenska sjúklinga að standa í þessu,“ segir Kristján Skúli. „Það er gríðarlega breið samstaða meðal lækna að vinna ekki eftir þessum samningi þegar hann rennur út um áramótin. Þetta er þar að auki samningur sem hefur ítrekað verið brotinn, en við munum halda læknastofum okkar opnum. Við munum sinna öllum sjúklingum eins og venjulega, en það sem mun hins vegar verða öðruvísi er að sjúklingar gætu þurft að borga fyrir heimsóknina að fullu, leggja út fyrir henni að minnsta kosti og síðan skoða hvort þeir eiga endurkröfurétt á heilbrigðisyfirvöld vegna þess að það eru sjúkratryggingar í landinu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. 14. september 2018 20:00