Þráttað um vernd lögaðila gegn endurtekinni málsmeðferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. september 2018 07:45 Málflutningur fór fram í Hæstarétti á þriðjudag og mun dómur liggja fyrir á næstu vikum. Vísir/Eyþór Deilt var um það í málflutningi í Hæstarétti í vikunni hvort lögaðilar njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð. Lengi hefur það tíðkast í íslenskum rétti að refsing við skattalagabrotum sé tvöföld, það er annars vegar sekt eða álag sem mönnum er gert að greiða hjá skattayfirvöldum og hins vegar rekstur sakamáls fyrir dómstólum. Með tveimur dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), í fyrsta lagi í máli gegn Noregi árið 2016 og öðru lagi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, var því slegið föstu að ákvæði MSE útilokaði ekki að fjallað væri um brot í tveimur aðskildum málum að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Síðasta haust kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem kveðið var á um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt til að slíkt væri heimilt. Síðan þá hafa verið kveðnir upp dómar og frávísunarúrskurðir í héraði og Landsrétti á grundvelli þess dóms. Málið sem flutt var í Hæstarétti í vikunni er slíkt mál. Í Landsrétti í maí var kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn fjórum félögum og framkvæmdastjóra þeirra en virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2011 var ekki skilað af þeirra hálfu. Niðurstaða Landsréttar var sú að þætti félaganna fjögurra var vísað frá dómi vegna endurtekinnar málsmeðferðar í andstöðu við MSE. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og til greiðslu 16,4 milljóna sektar þar sem þáttur hans hafði ekki verið til skoðunar á stjórnsýslustigi.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Ríkissaksóknari sótti um kæruleyfi til Hæstaréttar til að fá frávísunina endurskoðaða. Er sú krafa byggð á tvenns konar rökum. Annars vegar á því að í þessu máli sé um virðisaukaskatt að ræða en ekki tekjuskatt líkt og í dómi Hæstaréttar frá síðasta hausti. Í lögum um tekjuskatt sé veitt heimild til að leggja álag á skattstofn sé ekki talið fram innan tilskilins frests eða ef annmarkar eru á skattframtali. Framkvæmdin í virðisaukaskattsmálum sé allt öðruvísi. Þar leggist eitt prósent álag á fyrir hvern dag sem skil dragast, þó að hámarki tíu prósent. „Það álag er lagt sjálfkrafa á af tölvu og því kemur í raun ekki til ákvörðunar þar um,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í málflutningsræðu sinni. Álag samkvæmt virðisaukaskattslögum beri því einkenni dráttarvaxta en ekki refsiákvörðunar. Hin rök ákæruvaldsins snúa að því að ekki sé ljóst hvort lögaðilar njóti þeirrar verndar sem kveðið er á um í umræddu ákvæði MSE. Málið hafi verið kært til Hæstaréttar til að fá úr því skorið. „MSE er að stórum hluta þögull um lögaðila og mörg réttindi sáttmálans eru þess eðlis að lögaðilar geti notið þeirra,“ sagði Helgi. „Félög geta illa látið sér líða illa yfir því hvort þau hafi fengið tvöfalda málsmeðferð eður ei.“ Björgvin Þorsteinsson, verjandi félaganna fjögurra, vísaði á móti í Ne bis im idem, rit Róberts Spanó dómara við MDE, þar sem segir að óumdeilt sé að lögaðilar njóti þessarar verndar. Einnig gerði hann að umræðuefni ójafnvægi sem hann telur felast í því að ákæruvaldið hafi fengið samþykkt kæruleyfi vegna frávísunarinnar en ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi vegna efnisdómsins. Skjólstæðingi hans sé líklega sá kostur nauðugur að leita til MDE vegna þessa. Dómur Hæstaréttar er væntanlegur á næstu vikum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Deilt var um það í málflutningi í Hæstarétti í vikunni hvort lögaðilar njóti verndar ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) sem kveður á um bann við endurtekinni málsmeðferð. Lengi hefur það tíðkast í íslenskum rétti að refsing við skattalagabrotum sé tvöföld, það er annars vegar sekt eða álag sem mönnum er gert að greiða hjá skattayfirvöldum og hins vegar rekstur sakamáls fyrir dómstólum. Með tveimur dómum Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), í fyrsta lagi í máli gegn Noregi árið 2016 og öðru lagi í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, var því slegið föstu að ákvæði MSE útilokaði ekki að fjallað væri um brot í tveimur aðskildum málum að ákveðnum skilyrðum fullnægðum. Síðasta haust kvað Hæstiréttur upp dóm þar sem kveðið var á um hvaða skilyrði þyrftu að vera uppfyllt til að slíkt væri heimilt. Síðan þá hafa verið kveðnir upp dómar og frávísunarúrskurðir í héraði og Landsrétti á grundvelli þess dóms. Málið sem flutt var í Hæstarétti í vikunni er slíkt mál. Í Landsrétti í maí var kveðinn upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn fjórum félögum og framkvæmdastjóra þeirra en virðisaukaskattskýrslum fyrir árið 2011 var ekki skilað af þeirra hálfu. Niðurstaða Landsréttar var sú að þætti félaganna fjögurra var vísað frá dómi vegna endurtekinnar málsmeðferðar í andstöðu við MSE. Framkvæmdastjórinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi og til greiðslu 16,4 milljóna sektar þar sem þáttur hans hafði ekki verið til skoðunar á stjórnsýslustigi.Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.Ríkissaksóknari sótti um kæruleyfi til Hæstaréttar til að fá frávísunina endurskoðaða. Er sú krafa byggð á tvenns konar rökum. Annars vegar á því að í þessu máli sé um virðisaukaskatt að ræða en ekki tekjuskatt líkt og í dómi Hæstaréttar frá síðasta hausti. Í lögum um tekjuskatt sé veitt heimild til að leggja álag á skattstofn sé ekki talið fram innan tilskilins frests eða ef annmarkar eru á skattframtali. Framkvæmdin í virðisaukaskattsmálum sé allt öðruvísi. Þar leggist eitt prósent álag á fyrir hvern dag sem skil dragast, þó að hámarki tíu prósent. „Það álag er lagt sjálfkrafa á af tölvu og því kemur í raun ekki til ákvörðunar þar um,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í málflutningsræðu sinni. Álag samkvæmt virðisaukaskattslögum beri því einkenni dráttarvaxta en ekki refsiákvörðunar. Hin rök ákæruvaldsins snúa að því að ekki sé ljóst hvort lögaðilar njóti þeirrar verndar sem kveðið er á um í umræddu ákvæði MSE. Málið hafi verið kært til Hæstaréttar til að fá úr því skorið. „MSE er að stórum hluta þögull um lögaðila og mörg réttindi sáttmálans eru þess eðlis að lögaðilar geti notið þeirra,“ sagði Helgi. „Félög geta illa látið sér líða illa yfir því hvort þau hafi fengið tvöfalda málsmeðferð eður ei.“ Björgvin Þorsteinsson, verjandi félaganna fjögurra, vísaði á móti í Ne bis im idem, rit Róberts Spanó dómara við MDE, þar sem segir að óumdeilt sé að lögaðilar njóti þessarar verndar. Einnig gerði hann að umræðuefni ójafnvægi sem hann telur felast í því að ákæruvaldið hafi fengið samþykkt kæruleyfi vegna frávísunarinnar en ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi vegna efnisdómsins. Skjólstæðingi hans sé líklega sá kostur nauðugur að leita til MDE vegna þessa. Dómur Hæstaréttar er væntanlegur á næstu vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira