Oxlade-Chamberlain var orðinn fastamaður á miðju Liverpool þegar hann meiddist eftir aðeins fimmtán mínútur í leik á móti Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Það var strax ljóst að Oxlade-Chamberlain myndi missa af restinni af tímabilinu sem og af HM í Rússlandi með enska landsliðinu.
Í júlí greindi svo Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, frá því að Oxlade-Chamberlain myndi líklega missa af öllu 2018-19 tímabilinu vegna alvarleika fyrrnefndra meiðsla.
Oxlade-Chamberlain er samt á fullu í endurhæfingu þótt að hann spili ekki fótbolta og Sky Sports birti myndband af honum sýna hæfileika sína sem hnefaleikamanns. Það má sjá það hér fyrir neðan.
Alex Oxlade-Chamberlain continues is rehab from injury by showing off his boxing skills.
Read: https://t.co/6UqGReKJ6Spic.twitter.com/WbQvOLS0e7
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 14, 2018
Alex Oxlade-Chamberlain kom til Liverpool í fyrra haust og skrifaði þá undir fimm ára samning. Liverpool borgaði Arsenal 35 milljónir punda fyrir hann.
Oxlade-Chamberlain byrjaði rólega en vann sig í goggunarröðinni hjá Liverpool liðinu og endaði með 3 mörk og 7 stoðsendingar í 35 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Hann skoraði einnig tvö mörk í Meistaradeildinni þar af annað þeirra í 3-0 sigri á Manchester City á Anfield.
Liverpool styrkti sig með tveimur öflugum miðjumönnum í sumar og Alex Oxlade-Chamberlain fær því tækifæri til að ná sér að fullu af meiðslunum. Hann er enn bara 25 ára gamall og á því nóg eftir á ferli sínum.