„Rétti tíminn til að breyta til“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 11:15 Álfrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira