„Rétti tíminn til að breyta til“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 11:15 Álfrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira