Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, hefur sent leikaranum bréf á hverju ári í þó nokkur ár og loksins þáði stórleikarinn boðið. Leikarinn dvaldi hér á landi í 22 daga við tökur á kvikmyndinni Arctic í fyrra og hefur greinilega líkað dvölin svo vel að hann stóðst ekki mátið að koma aftur til Íslands.
Mads er menntaður ballettdansari og byrjaði að leika í kvikmyndum árið 1996.