María skoraði fyrir Chelsea í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 15:50 María Þórisdóttir. Vísir/Getty María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira
María Þórisdóttir var meðal markaskorara Chelsea í dag þegar liðið lagði grunninn að sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Chelsea vann þá 5-0 sigur á bosníska félaginu SFK 2000 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum keppninnar en leikurin fór fram á Asim Ferhatovic Hase leikvanginum í Sarajevo. María skoraði þriðja marki Chelsea á 36. mínútu með viðstöðulausu skoti á fjærstönginni eftir flotta sendingu frá Erin Cuthbert.High-'s all-round here! What a first half performance this has been! 0-3 [41'] #CFCWpic.twitter.com/OfPPgt2bgZ — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018Þetta er fyrsta mark Maríu í Meistaradeildinni en hún er á sínu öðru tímabili með Lundúnaliðinu. Fyrstu tvö mörk Chelsea-liðsins skoruðu þær Drew Spence og Millie Bright. Chelsea er í frábærum málum fyrir seinni leikinn í London því hin kóreska Ji So-yun og hin finnska Adelina Engman bættu síðan við mörkum á lokamínútum leiksins. Chelsea fékk frábært færi til að bæta við marki á 81. mínútu en Fran Kirby lét þá verja frá sér vítaspyrnu. María spilaði í stöðu vinstri bakvarðar samkvæmt opinberu uppstillingunni á vef UEFA.It's 3-0 to the Blues#CFCWpic.twitter.com/MMu8qLTZeL — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018María er 25 ára gömul norsk landsliðskona en hún er hálfíslensk þar sem faðir hennar er handboltaþjálfarinn og Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson. María valdi það að spila fyrir norska landsliðið frekar en það íslenska og hefur spilað 30 landsleiki fyrir norska A-landsliðið. Hún opnaði markareikninginn sinn fyrir norska landsliðið á móti Skotlandi í janúar síðastliðnum.Here we go!#CFCWpic.twitter.com/2RctxN8NCU — Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 12, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Sjá meira