Skuldir ríkisins fari undir viðmið 2019 Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu ætlaðar til að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins Vísir/ERnir „Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira