Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði