„Auk hækkunar fjárhæða og viðmiðunarmarka skerðingar barnabóta er í fjárlögum gert ráð fyrir nýju þrepi skerðingar á barnabótum sem er ætlað að tryggja að áhrif hækkana í barnabótakerfinu skili sér fyrst og fremst til lágtekju- og lægri millitekjuhópa,“ segir í frumvarpinu.
Á blaðamannafundi fjármálaráðherra í morgun mátti sjá dæmi um að barnabætur til einstæðs foreldris með tvö börn, þar sem annað þeirra er yngra en sjö ára, muni hækka um rúmar 100 þúsund krónur á ári, sé foreldrið með hálfa milljón eða minna í mánaðarlaun.

„Er aðgerðinni ætlað að stuðla að jafnvægi á vinnumarkaði og því að launahækkanir á næsta ári leiði síður til verðbólgu.“