Martinez: Allt annað lið sem við mætum á morgun Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 19:51 Martinez í viðtali við Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.” Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það verði allt annað íslenskt lið sem mætir til leiks á Laugardalsvelli á morgun. Ísland fær eitt besta landslið heims, Belgíu, í heimsókn í Laugardalinn á öðrum leikdegi Þjóðadeildarinnar. Ísland fékk skell gegn Sviss á laugardag. „Þetta verður erfiður leikur og það er alltaf erfitt að mæta liði eins og Íslandi þegar þeir fengu neikvæð úrslit í síðasta leik,” sagði Martinez í samtali við Stöð 2 Sport fyrir æfingu liðsins í kvöld. „Við vitum öll hvaða lið Ísland getur verið. Þeir hafa verið afar heillandi á síðustu tveimur stórmótum. Þeir mættu toppliðum á HM og gerðu vel og 2016 varð þetta lið númer tvö hjá líklega öllum sem horfa á fótbolta.” „Það sem gerðist í Sviss er eitthvað sem gerist í fótbolta af og til. Við vitum að á morgun munum við mæta allt öðru liði.” „Á laugardaginn var Ísland 3-0 undir áður en þeir vissu af og það var lítið sem þeir gátu gert í þessum mörkum. Mér fannst Sviss byrja leikinn frábærlega og höfðu mikil einstaklings gæði.” Martinez segir að liðið sé afar vel skipulagt og að þeir geti ógnað á marga vegu. „Að vera 3-0 yfir setur leikinn í allt aðra stöðu. Íslenska liðið er þekkt fyrir að vera mjög skipulagt í varnarleiknum og með góða leikmenn í skyndisóknum.” „Þeir geta komið þér á óvart á marga vegu svo við búumst við erfiðum leik á morgun eins og Króatía, Úkraína og Króatía og fleiri lið lentu í hérna í undankeppni HM 2018,” en sér hann áhrif Erik Hamren á liðinu? „Reynsla nýja stjórans er öflug á alþjóðavegu. Hver stjóri hefur sínar skoðanir og eru með mismunandi áherslur. Það er klárt að þetta lið tapar ekki því sem þeir voru góðir í á síðustu tveimur stórmótum.” Leikurinn er fyrsti leikur Belgíu í Þjóðadeildinni og Martinez er ánægður með þetta skref. „Ég held að þetta sé mjög jákvætt skref. Þetta er betra en æfingaleikir og allir leikmenn skipta máli; þú getur fallið eða þú getur unnið medalíur.” „Nú sérðu löndin spila gegn liðum í kringum sig á heimslistanum svo að þetta er möguleiki á að sjá þitt lið keppa til sigurs sem við sáum ekki í æfingaleikjunum.”
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira