Sanngjarnar bætur yrðu býsna háar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. september 2018 09:30 Bæði verjendur og saksóknari voru ánægðir með málalok í Hæstarétti í fyrradag. Fréttablaðið/Eyþór „Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
„Þetta er virðingarvert og í raun ekki hægt að ætlast til meira af henni á þessu stigi,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, um yfirlýsingu forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í vikunni. Í yfirlýsingunni segir Katrín að málið hafi verið rætt á fundi ríkisstjórnar og að ríkisstjórnin fagni niðurstöðunni. Hún beinir svo orðum sínum til fyrrverandi sakborninga, aðstandenda þeirra og annarra sem átt hafa um sárt að binda vegna málsins. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á því ranglæti sem þið hafið mátt þola.“ Undir yfirlýsinguna skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í fréttatilkynningu kemur einnig fram að starfshópur verði skipaður til að leiða viðræður og sáttaumleitanir við aðila málsins og aðstandendur þeirra vegna þess miska og tjóns sem þau hafa orðið fyrir. „Mér finnst þetta réttilega að gert og að staðið og vona að það komi eitthvað gott út úr því fyrir fólkið,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar. Hann segir verjendur ekkert hafa rætt saman um framhaldið enda störfum þeirra formlega lokið við uppkvaðningu dóms. „Ég vona að það verði staðið verklega að því að reyna að tryggja það að þeir sem þarna eiga hlut að máli fái þær bætur sem geti talist sanngjarnar í stöðunni. Og þær þurfa að vera býsna háar til að geta talist það,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Minn maður hefur til dæmis verið með lífið undir í þessu máli og þótt enginn geti sagt til um hvernig líf hans hefði orðið ef til þessa máls hefði ekki komið, er alveg ljóst að málið hefur orðið alveg gríðarlegur áhrifaþáttur á hann og á allt hans líf.“ Kristján Viðar og Sævar voru ásamt Erlu Bolladóttur sakfelldir fyrir rangar sakargiftir með dóminum 1980 og var synjað um endurupptöku þess þáttar málsins með úrskurðum endurupptökunefndar í fyrra. „Mér finnst fyllsta ástæða til að endurupptaka þann þátt líka, enda tel ég tel alveg sams konar annmarka á þessum röngu sakargiftum eins og var á öðrum skýrslum þessa fólks hjá lögreglunni.“ Oddgeir tekur undir með Jóni Steinari og telur marga vera þeirrar skoðunar að leita eigi eftir því að fá sýknu á þessum þætti. Hann nefnir einnig í þessu sambandi að aðrar leiðir kunni að vera færar en sú að höfða mál til ógildingar á ákvörðun endurupptökunefndar eins og Erla hefur nefnt. „Það mætti skoða hvort unnt er að sækja aftur um endurupptöku á þeim grundvelli að það sé komið nýtt gagn,“ segir Oddgeir og vísar til hins nýja dóms sem féll í vikunni. Hann bendir þó á að störfum verjenda hafi formlega lokið þegar dómur var upp kveðinn. Framhaldið hafi ekki verið rætt enn og sjálfur hafi hann ekki náð tali af öllum aðstandendum Sævars eftir að dómur féll. Dagurinn hafi verið stór og einhverjir enn að jafna sig. Jón Steinar setur einnig þann fyrirvara að starfi hans fyrir Kristján sé formlega lokið og þeir hafi ekki rætt framhaldið. „Ég veit ekkert hvað Kristjáni finnst í þessu efni. Hann segir mér það sjálfsagt áður en yfir lýkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira