Tónlist

Föstudagsplaylisti Brynjars Barkarsonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Brynjar ásamt plötuumslagi plötu ClubDub, Juice Menu.
Brynjar ásamt plötuumslagi plötu ClubDub, Juice Menu.
ClubDub er ungt raftónlistartvíeyki sem vakið hefur mikla athygli síðan þeir komu fram á sjónarsviðið með hvelli í kringum Secret Solstice hátíðina síðasta sumar.



Sveitina mynda Brynjar Barkarson og Aron Kristinn Jónsson og á Brynjar heiðurinn af föstudagsplaylistanum þessa vikuna.

Nýlega gáfu þeir félagar, sem segjast spila „klúbbatónlist“, út myndband við lagið Eina sem ég vil ásamt Aroni Can, en lagið lenti svo loks á Spotify í dag.

Flest laganna á listanum eru að Brynjars sögn ný lög sem hann hefur hlustað mikið á undanfarið en einnig væri þar að finna „nokkrar sleggjur“ sem honum langaði að veita verðskuldaða athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.