UEFA hefur staðfest eins leiks bann Cristiano Ronaldo fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum á móti Valencia í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í síðustu viku.
Ronaldo virtist ekkert gera af sér og grét hástöfum af undrun er hann rölti súr og svekktur af velli. Juventus vann leikinn engu að síður, 2-0.
Eflaust hefur Portúgalinn haft áhyggjur af því að missa af öðrum eða báðum leikjunum á móti sínu gamla liði Manchester United en enska stórveldið og Juventus drógust saman í riðil.
Svo verður ekki því Ronaldo missir af næsta leik á móti Young Boys en verður svo mættur aftur í þriðju umferðina þegar United tekur á móti Juventus á Old Trafford.
Cristiano Ronaldo er, eins og allir vita, einn besti leikmaður í sögu Manchester United en hann spilaði þar frá 2003-2009 og vann Englandsmeistaratitilinn þrjú ár í röð frá 2007-2009, Meistaradeildina árið 2008 og þá var hann útnefndur leikmaður ársins 2007 og 2008.
Manchester United vann Young Boys á útivelli, 3-0, í fyrstu umferð riðlakeppninnar en næstu leikir fara fram á þriðjudag og miðvikudag í næstu viku.
Ronaldo nær báðum leikjunum á móti Manchester United
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn