Elding kubbaði niður sex rafmagnsstaura Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 20:30 „Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni. Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta var eins og eldhnöttur“, segir Oddleifur Þorsteinsson bóndi á bænum Haukholtum í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum, sem varð vitni af því þegar eldingu laust niður í rafmagnsstaura með þeim afleiðingum að sex þeirra brotnuðu og rafmagn fór af nokkrum bæjum. Eldingin varð rétt fyrir klukkan þrjú í gær með miklum látum og blossum. Rafmagn fór af nokkrum bæjum og enn var rafmagnslaust á einum bæ í dag í sveitinni skammt frá Flúðum. Einn af bændunum í Haukholtum stóð úti á hlaði og sá eldinguna. „Þetta var eins og eldhnöttur, vikilega stórt bolti, ég hef aldrei séð svona áður, ekki nokkurn tímann“, segir Oddleifur. „Svona skeður í mínu minni á tuttugu ára fresti. Þetta skeði fyrir fjörutíu árum þegar ég var að byrja hjá Rarik og þetta skeði fyrir tuttugu árum og svo er þetta núna, en ég næ því kannski ekki næst“, segir Björn Heiðrekur Eiríksson starfsmaður Rarik á Suðurlandi og bætir því við að atburður sem þessi sé frekar óvenjulegur.Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum í dag og skiptu út þeim sex staurum fyrir nýja sem skemmdist í eldingunni.Vísir/Magnús Hlynur„Eldingin leitar sér beinustu leið til jarðar og hérna hefur verið styst til jarðar hjá eldingunni,“ bætir Björn við. Steinunn Lilja Heiðarsdóttir, bóndi í Haukholtum var heima í bæ þegar rafmagnið fór af vegna eldingarinnar.„Ég hélt fyrst að einhver hefði hleypt af byssu á hlaðinu en svo kom hljóðið aðeins fyrr og í kjölfarið blossarnir. Svo fór að neista út úr innstungum og ljósaperur voru eins og þær væru að springa, það blossaði í þeim. Þetta var dálítið súralaískt, maður hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast“.Steinunn Lilja segir að eftir atburði gærdagsins verði að leggja alla áherslu á að koma rafmagninu í jörð og þá helst þriggja fasa rafmagni.
Hrunamannahreppur Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira