Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2018 14:30 Guðni Lýðsson segir sjö ára dóminn yfir Vali bróður sínum vægan. Vísir Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“ Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða. Valur var á mánudaginn í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. „Ragnar var ósköp venjulegur og ljúfur maður. Gamansamur og skemmtilegur í umgengni,“ segir Guðni. Mikið hefur verið fjallað um málið en það var 31. mars á Gýgjarhóli II í Biskupstungum sem Ragnari var ráðinn bani. Guðni er einn fjögurra bræðra, Lýðssona. Til viðbótar er Örn sem var á Gýgjarhóli nóttina örlagaríku en sofnaður þegar árásin átti sér stað. Guðni segir Ragnar bróður sinn hafa haft gaman af lífinu.Ímyndaði sér tólf ára dóm „Já, og sá spaugilegu hliðarnar á lífinu,“ segir Guðni. Þeir bræður Ragnar og Valur hafi verið ólíkir. Valur hafi verið öðruvísi. „Ekki alveg jafn skarpgreindur og klár á mörgum sviðum. Tók einhverjar skoðanir beint upp á sig og vann þá í þeim hreint í botn,“ segir Guðni. Hann sé þó klár og skynsamur maður. Atburðarásin á Gýgjarhóli II hafi komið honum mjög á óvart.Valur Lýðsson í dómsal ásamt verjanda sínum.Vísir/VilhelmBeðinn um lýsa eigin líðan finnst honum eins og hann sé á einhvern hátt tognaður upp eftir öllum líkamanum. Gott hafi verið á milli þeirra bræðra og þeim öllum samið vel. „Já já, það var aldrei neitt að því.“ Guðni er þó ósáttur við dóminn. Saksóknari fór fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Vali fyrir manndráp en niðurstaðan var sjö ára fangelsi. Sonur Ragnars er mjög ósáttur við dóminn og Guðni tekur undir það. „Mér finnst hann alveg fáránlegur. Ég var búinn að ímynda mér tólf ár,“ segir Guðni. Hann eigi erfitt með að útskýra hvaða hug hann beri til Vals þessa stundina. „Það er ekki gott að segja. Mér finnst að hver eigi að taka afleiðingum gjörða sinna. Maður vorkennir honum að sumu leyti en þetta er náttúrulega hlutur sem hann gerði og verður að taka sínum afleiðingum.“
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58 Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45 Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sonur Ragnars segir fjölskylduvini fara fram með lygum og ærumeiðingum Ingi Rafn Ragnarsson, eitt barna Ragnars Lýðssonar, segir að þau systkinin hafi ekki enn fengið frið til þess að syrgja hann og ná áttum þótt hálft ár sé liðið frá því honum var ráðinn bani. 24. september 2018 15:58
Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. 25. september 2018 19:45
Sjö ára fangelsi fyrir að bana bróður sínum Valur Lýðsson var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að verða valdur að dauða bróður síns, Ragnars Lýðssonar, þann 31. mars. 24. september 2018 14:03
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent