Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2018 19:45 Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir manndráp. Fjögur börn Ragnars eru mjög ósátt við niðurstöðu dómsins og vilja fá Val í sextán ára fangelsi. Eins og kunnugt er þá var Valur Lýðsson dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurland í gær fyrir að hafa orði valdur að dauða bróður síns eftir átök þeirra á milli. Héraðssaksóknari hafði farið fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Vali og það vilja börn Ragnars heitins líka en þau eru fjögur. „Maður er náttúrulega bara fyrst og fremst hissa,“ segir Hilmar um dóminn. „Við bjuggumst við miklu hærri dómi. Ég skil ekki hvernig hægt er að fá sjö ára dóm fyrir það sem hann gerði. Að murrka úr honum lífið svona, með þessusm barsmíðum.“ „Ef þú ætlar að drepa mann, er þá bara langbest að fá sér í glas, verða fullur og ganga svona í skrokka á manni og bera svo við minnisleysi, muna bara ekkert. Maður er eiginlega bara orðlaus yfir þessu.“, segir Hilmar.Geta ekki verið á sömu torfunni Hilmar segir það hafa verið mikið áfall þegar dómurinn féll. Þar að auki geti verið langt þar til málið klárist í raun, verði áfrýjað. Allt þetta endi með að Valur sitji inni í þrjú til fjögur ár. „Þegar endanlegi dómurinn er fallinn, kannski í Landsrétti eða Hæstarétti, hvernig sem það er, þá gæti maður farið að sjá hann hérna á götunni tvö ár eftir endanlegan dóm. Ef þessi dómur stendur.“ Hilmar sagðist ekki sjá það fyrir sér að þeir geti verið á sömu torfunni, eins og hann orðaði það. Samfélagið sé lítið. „Hann var svo sem vinur minn en ég get ekki hugsað mér að vita af honum hérna í næsta nágrenni og geta átt á hættu að hitta hann út í búð.“ Þá sagði Hilmar að sem betur fer væru synir hans það ungir að þeir myndu varla muna eftir málinu. Þeim verði sagt frá þessu. „Þeim verður náttúrulega sagt frá þessu en ég ber ekki í það að þeir verða tíu ára og að morðingi afa þeirra sé bara hérna í sömu sveit.“Vita ekki enn að fullu hvað gerðist Systkinin hafa öll þurft að leita sér sálfræðihjálpar enda hefur síðasta hálfa árið reynst þeim einstaklega erfitt og enn vita þau ekki hvað gerðist í raun kvöldið örlagaríka. „Það er nú helst að Valur geti útskýrt það því ég er alveg sannfærður að hann munu eitthvað meira en hann segir. Maður hefur allt of oft verið blindfullur sjálfur, allt of fullur en man óþægilega margt. Það getur ekki verið að maður sem man eftir því að hafa ekki snert flöskuna sem hann drakk úr, að pabbi hafi nánast bara hellt upp í hann, að hann muni algjörlega eftir því, vildi jafnvel fá fingrafararannsókn á flöskunni að því að hann hafi ekki drukkið neitt sjálfur, muni svo ekkert eftir þessu, ég trúi þessu bara ekki“. Börn Ragnars heitins fengu að sjá föður sinn í kistulagningunni. „Barnabörnin hans gátu ekki séð afa sinn, hann var það illa farinn, það var ekki mælst til þess. Við fengum að sjá hann, pabba okkar“, segir Hilmar með tárin í augunum.En áttu þeir eitthvað óuppgert, pabbi Hilmars og Valur? „Greinilega, það eru einhver peningamál og jarðamál sem hafa komið fram í fjölmiðlum og koma frá Vali sjálfum, ekki hefur hann viljað tala við okkur sjálfur, þetta er það sem maður les upp í fjölmiðlum, þá er greinilega eitthvað óuppgert þarna, kannski ekki þurft mikið, það hefur verið eitthvað skot og svo hefur verið tekin þessi tryllingur“.Tíminn læknar ekki neitt „Ég sætti mig ekki við það að þú hendir einhverjum í jörðinna sparkar í hausinn á honum. Svo eins og réttarmeinarfræðingurinn sagði, líða einhverjar mínútur, tugir mínútna, og þá heldur þú áfram. Að segja það að þetta hafi ekki verið gert af ásetningi, það bara skil ég ekki.“ „Maður liggur þarna, jafnvel dáinn, með höfuðáverka sem valda því að hann ælir. Að það sé svo hægt að halda áfram eftir það og að það sé ekki af ásetningi skil ég ekki.“ Hilmar segir frá því að áverkaskýrslan hafi verið lesin fyrir fjölskylduna og það hafi verið sjokkerandi. „Það segja það allir að tíminn lækni öll sár. Nú er liðið hálft ár en þetta læknar ekki neitt.“ Hilmar segist hafa hitt Ragnar föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn. „Við erum báðir lokaðir menn en ég var þó ánægður með það að ég faðmaði kallinn“. Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir manndráp. Fjögur börn Ragnars eru mjög ósátt við niðurstöðu dómsins og vilja fá Val í sextán ára fangelsi. Eins og kunnugt er þá var Valur Lýðsson dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurland í gær fyrir að hafa orði valdur að dauða bróður síns eftir átök þeirra á milli. Héraðssaksóknari hafði farið fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Vali og það vilja börn Ragnars heitins líka en þau eru fjögur. „Maður er náttúrulega bara fyrst og fremst hissa,“ segir Hilmar um dóminn. „Við bjuggumst við miklu hærri dómi. Ég skil ekki hvernig hægt er að fá sjö ára dóm fyrir það sem hann gerði. Að murrka úr honum lífið svona, með þessusm barsmíðum.“ „Ef þú ætlar að drepa mann, er þá bara langbest að fá sér í glas, verða fullur og ganga svona í skrokka á manni og bera svo við minnisleysi, muna bara ekkert. Maður er eiginlega bara orðlaus yfir þessu.“, segir Hilmar.Geta ekki verið á sömu torfunni Hilmar segir það hafa verið mikið áfall þegar dómurinn féll. Þar að auki geti verið langt þar til málið klárist í raun, verði áfrýjað. Allt þetta endi með að Valur sitji inni í þrjú til fjögur ár. „Þegar endanlegi dómurinn er fallinn, kannski í Landsrétti eða Hæstarétti, hvernig sem það er, þá gæti maður farið að sjá hann hérna á götunni tvö ár eftir endanlegan dóm. Ef þessi dómur stendur.“ Hilmar sagðist ekki sjá það fyrir sér að þeir geti verið á sömu torfunni, eins og hann orðaði það. Samfélagið sé lítið. „Hann var svo sem vinur minn en ég get ekki hugsað mér að vita af honum hérna í næsta nágrenni og geta átt á hættu að hitta hann út í búð.“ Þá sagði Hilmar að sem betur fer væru synir hans það ungir að þeir myndu varla muna eftir málinu. Þeim verði sagt frá þessu. „Þeim verður náttúrulega sagt frá þessu en ég ber ekki í það að þeir verða tíu ára og að morðingi afa þeirra sé bara hérna í sömu sveit.“Vita ekki enn að fullu hvað gerðist Systkinin hafa öll þurft að leita sér sálfræðihjálpar enda hefur síðasta hálfa árið reynst þeim einstaklega erfitt og enn vita þau ekki hvað gerðist í raun kvöldið örlagaríka. „Það er nú helst að Valur geti útskýrt það því ég er alveg sannfærður að hann munu eitthvað meira en hann segir. Maður hefur allt of oft verið blindfullur sjálfur, allt of fullur en man óþægilega margt. Það getur ekki verið að maður sem man eftir því að hafa ekki snert flöskuna sem hann drakk úr, að pabbi hafi nánast bara hellt upp í hann, að hann muni algjörlega eftir því, vildi jafnvel fá fingrafararannsókn á flöskunni að því að hann hafi ekki drukkið neitt sjálfur, muni svo ekkert eftir þessu, ég trúi þessu bara ekki“. Börn Ragnars heitins fengu að sjá föður sinn í kistulagningunni. „Barnabörnin hans gátu ekki séð afa sinn, hann var það illa farinn, það var ekki mælst til þess. Við fengum að sjá hann, pabba okkar“, segir Hilmar með tárin í augunum.En áttu þeir eitthvað óuppgert, pabbi Hilmars og Valur? „Greinilega, það eru einhver peningamál og jarðamál sem hafa komið fram í fjölmiðlum og koma frá Vali sjálfum, ekki hefur hann viljað tala við okkur sjálfur, þetta er það sem maður les upp í fjölmiðlum, þá er greinilega eitthvað óuppgert þarna, kannski ekki þurft mikið, það hefur verið eitthvað skot og svo hefur verið tekin þessi tryllingur“.Tíminn læknar ekki neitt „Ég sætti mig ekki við það að þú hendir einhverjum í jörðinna sparkar í hausinn á honum. Svo eins og réttarmeinarfræðingurinn sagði, líða einhverjar mínútur, tugir mínútna, og þá heldur þú áfram. Að segja það að þetta hafi ekki verið gert af ásetningi, það bara skil ég ekki.“ „Maður liggur þarna, jafnvel dáinn, með höfuðáverka sem valda því að hann ælir. Að það sé svo hægt að halda áfram eftir það og að það sé ekki af ásetningi skil ég ekki.“ Hilmar segir frá því að áverkaskýrslan hafi verið lesin fyrir fjölskylduna og það hafi verið sjokkerandi. „Það segja það allir að tíminn lækni öll sár. Nú er liðið hálft ár en þetta læknar ekki neitt.“ Hilmar segist hafa hitt Ragnar föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn. „Við erum báðir lokaðir menn en ég var þó ánægður með það að ég faðmaði kallinn“.
Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira