Biðlistar eftir biðlistum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2018 16:40 Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt. Aðsend mynd Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.Við sögðum frá því í gær að 131 sjúklingur liggur inná Landspítala og bíður eftir að komast á Hjúkrunarheimili. Þetta er tæpur fjórðungur allra sjúkrarúma á spítalanum. Hátt í 40 sjúklingar gátu ekki lagst inn í gær vegna þessa og manneklu á spítalanum. Þá er búið að loka 40 rúmum. Erna segir þetta sífellt vera endurtaka sig en þegar árið 2002 hafi hundrað eldri borgara legið á göngum Landsspítalans. Á næstu 12 árum sé gert ráð fyrir að 45% fleiri verði í hópi 80 ára og eldri hér á landi og þeir verði þá orðnir um átjánþúsund talsins.Málið þolir enga bið „Ástandið er óþolandi fyrir gamalt og veikt fólk og aðstandendur þeirra eins og þetta ástand lýsir vel. Framkvæmdasjóður aldraðra hefur átt að sjá um uppbyggingu dvalar-og hjúkrunarheimila fyrir eldri borgara en því miður hefur of lítill hluti sjóðsins farið í hana. Of hátt hlutfall hans farið í rekstur heimilanna,“ segir Erna. Erna tekur fram að heilbrigðisráðherra hafi boðað mikið átak í málefnum aldraðra. Það eigi jafnvel að nota hluta af þjóðarsjóðnum í uppbyggingu hjúkrunarheimila. „En á meðan hleðst vandinn bara upp og ljóst að þessi mál þola enga bið,“ segir Erna Indriðadóttir að lokum.Jóhanna Friðriksdóttir rekur hvernig biðlistar eftir biðlistum bíða eldra fólks sem glímir við veikindi.Síendurteknir biðlistar Jóhanna Friðriksdóttir deildarstjóri endurhæfingardeildar aldaðra á Landakoti-Landspítala segir að þegar gamalt fólk veikist alvarlega geti tekið langan tíma að komast á hjúkrunarheimili. „Veikt gamalt fólk byrjar oft á því að bíða eftir aðgerð á spítala. Ef þörf er á endurhæfingu að aðgerð lokinni tekur við önnur bið sem getur varað í einn mánuð. Hér á endurhæfingardeildinni eru venjulega um 21 sjúklingur hverju sinni og um 20-40 á biðlista sem liggja á meðan á bráðadeildum spítalans. Eftir endurhæfingu hér fer fram færni- og heilsumat þar sem metið er hvort viðkomandi getur búið heima eða þarf að fara á hjúkrunarheimili. Fólk hefur venjulega mestan áhuga á að komast á að komast í einbýli á hjúkrunarheimili. Biðin getur verið frá tveimur til tólf mánuðum. Þangað til þarf fólk að fara í biðpláss Landspítalans á Vífilsstöðum, Akranesi og Borgarnesi. Það getur hins vegar þurft að bíða eftir þeim plássum. Þetta getur því tekið á en gamla fólkið kvartar sjaldnast,“ segir Jóhanna Friðriksdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53 Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Sárvantar fagfólk á Landspítala Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun. 24. september 2018 19:53