Heimilislaus í London tíu ára gamall en kominn í NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2018 22:45 Obada kátur inn í klefa með boltann eftir leik. panthers Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Saga breska NFL-leikmannsins Efe Obada er engri lík en hann spilaði sinn fyrsta leik í deildinni um síðustu helgi og sló í gegn. Hinn 26 ára gamli Obada er fæddur í Nígeríu en flutti ungur að árum til Hollands. Er hann var tíu ára gamall var hann sendur ásamt systur sinni til London. Þar voru þau heimilislaus á götunni. Vinur foreldra þeirra tók þau til sín í skamman tíma en þar sem viðkomandi átti þegar fyrir fimm börn gat hún ekki verið með þau lengi. Þá voru systkinin send til félagsþjónustunnar og þau flökkuðu milli fósturheimila næstu árin. Obada byrjaði að reyna fyrir sér í amerískum fótbolta og fyrir fjórum árum síðan komst hann í liðið hjá London Warriors. Þar vakti hann fljótt athygli og Dallas Cowboys fór að spyrjast fyrir um hann og hann æfði með liðinu í London. Hann fékk svo æfingasamning og fór með liðinu til Bandaríkjanna. Obada náði ekki heilla nægilega mikið og var sleppt. Þá var komið að Kansas City Chiefs sem fékk hann til æfinga árið 2016. Hann stoppaði stutt þar og fór nokkrum mánuðum síðar til Atlanta. Hann náði ekki í 53 manna hóp hjá hvorugu félaginu. Hann komst síðan í hóp hjá Carolina Panthers á síðasta ári en spilaði ekki fyrr en um síðustu helgi og sá nýtti tækifærið.You're not taking this play from Efe‼️ pic.twitter.com/8LN4DqdgEd — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018 Obada stal bolta í þriðja leikhluta og átti mikilvæga leikstjórnandafellu í lokaleikhlutanum. Sú fella stöðvaði áhlaup Bengals og sá til þess að Carolina klárðai leikinn. „Er þeir kölluðu á mig þá vissi ég að þetta tækifæri yrði ég að nýta í botn,“ sagði himinlifandi Obada en honum var hrósað í hástert af liðsfélögum eftir leikinn og fór heim með boltann úr leiknum. Verður áhugavert að fylgjast með framhaldinu hjá honum.TELL US HOW YOU FEEL @EfeObadaUK pic.twitter.com/0HHtsJNP9I — Carolina Panthers (@Panthers) September 23, 2018
NFL Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Fleiri fréttir Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda ‚Tannlækninum' afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira