Muay Thai kappinn Þórður Bjarkar Árelíusson, sem keppir fyrir VBC MMA, hefur verið að gera það gott á Muay Thai mótum í Skandinavíu og stefnir nú á atvinnumennsku.
Um nýliðna helgi hafði Þórður Bjarkar betur gegn sterkum andstæðingi á West Coast Battle í Stokkhólmi.
Bardaginn fór fram í Semi Pro þar sem olnbogar og hné í höfuð er leyft. Þórður var með yfirburði frá upphafi í bardaganum og kláraði að lokum andstæðing sinn með snúningsolnboga.
Í fréttatilkynningu kemur fram að bardagakappinn eigi von á sínu fimmta barni milli jóla og nýárs en hann stefnir svo á að taka atvinnumannabardaga í febrúar eða mars.
Þórður Bjarkar stefnir í atvinnumennsku
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
