Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 10:00 Mahomes hefur spilað ótrúlega í upphafi tímabils og mátti leyfa sér að brosa eftir leik. vísir/getty Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira
Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. New England Patriots tapaði mjög óvænt í nótt fyrir Detroit Lions sem hefur lítið getað á tímabilinu. Gamli varnarþjálfari Patriots, Matt Patricia sem nú stýrir Lions, var með öll svörin við sóknarleik Patriots. Tom Brady og félagar hafa því tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu og virðist einhver krísa vera í gangi hjá stórveldinu. Það er aftur á móti engin krísa hjá Kansas City Chiefs sem er búið að vinna alla þrjá leiki sína og skora tæplega 40 stig í leik. San Francisco 49ers var fórnarlamb Chiefs að þessu sinni. Chiefs skoraði snertimark úr öllum fimm sóknum sínum í fyrri hálfleik og afgreiddi leikinn. 35-10 staðan í fyrri hálfleik.Hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá Tom Brady og hann var eðlilega svekktur í nótt.vísir/gettyLeikstjórnandi Chiefs, hinn 23 ára gamli Patrick Mahomes, setti met fyrir viku síðan er hann varð fyrstur til þess að kasta tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Hann náði enn merkilegri áfanga í nótt er hann bætti þremur snertimörkum við. Hann er því kominn í 13 í heildina sem er það besta í sögunni. Metið átti Peyton Manning (12) og Tom Brady á best 11 snertimörk í fyrstu þremur leikjunum. Ótrúleg frammistaða hjá Mahomes. Þetta var dýrt tap fyrir 49ers því leikstjórnandi liðsins, Jimmy Garoppolo, meiddist og óttast er að hann hafi slitið allt í hnénu og tímabilið þá búið hjá honum. Óvæntustu úrslit helgarinnar komu í Minneapolis þar sem líklega lélegasta lið deildarinnar fyrir helgina, Buffalo Bills, pakkaði Minnesota Vikings saman, 6-27. Bills komst í 27-0 í leiknum. Ótrúlegt.Úrslit: Detroit-New England 26-10 Atlanta-New Orleans 37-43 Baltimore-Denver 27-14 Carolina-Cincinnati 31-21 Houston-NY Giants 22-27 Jacksonville-Tennessee 6-9 Kansas City-San Francisco 38-27 Miami-Oakland 28-20 Minnesota-Buffalo 6-27 Philadelphia-Indianapolis 20-16 Washington-Green Bay 31-17 LA Rams-LA Chargers 35-23 Arizona-Chicago 14-16 Seattle-Denver 24-13Í nótt: Tampa Bay - PittsburghStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sjá meira