Karlmennskan varð Kolbeini næstum að bana Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. september 2018 07:30 Kolbeinn var ungur maður þegar hann missti föður sinn. Missirinn hafði mikil áhrif á hann. Fréttablaðið/Anton Brink Ef ég lít á sjálfan mig og það sem ég upplifði á þessum árum, þá hugsaði ég aldrei að eftir tíu eða tuttugu ár myndi lífið breytast og verða einhvern veginn allt, allt öðruvísi. Alla vanlíðan upplifði ég varanlega og allar tilfinningar svo sterkar. Að svona myndi mér alltaf líða. Eftir því sem maður eldist þá breytist tímaskynjun manns og ein vika, sem manni fannst heila eilífð að líða í ungdæmi sínu, líður hjá á sekúndubroti, að manni finnst. Ég held, og get að minnsta kosti sagt um mig sjálfan, að þegar tímaskynjunin er svona og manni finnst núið eilíft, þá geti maður upplifað sig fastan í einhverjum tilfinningum, hvort sem það er ástarsorg eða vanlíðan eða hvað það er. Þú verður fyrir áfalli og sérð ekki út. Sérð ekki að þetta getur liðið hjá. Og það eru krakkar að falla fyrir eigin hendi og við verðum að gera eitthvað í því,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Honum eru hugleikin um þessar mundir þau mál sem hafa undanfarið verið í brennidepli og varða sjálfsvíg ungmenna. Nýleg skýrsla Landlæknis leiddi í ljós að af 10.539 nemendum í framhaldsskóla höfðu 963 gert tilraun til sjálfsvígs árið 2016. „Hér sit ég, og er að leggja eitthvert miðaldra mat á tilfinningar mínar sem ungs manns. Og ég er ekkert viss um hvernig ég hefði tekið því þá, en því fleiri sem átta sig á því að það má tala um allt, ekki kannski við alla, en við einhvern, þá er ég sannfærður um að færri finna sig knúna til að fara þessa leið. Það er svo dýrmætt að eiga einhvern sem maður getur talað við. Sjálfur gat ég aldrei talað um tilfinningar fyrr en ég var orðinn rígfullorðinn. Ég gekkst einfaldlega upp í því að vera harði gaurinn. Það var alltaf allt fínt að frétta af mér.“Lokaði á tilfinningarnar Kolbeinn hefur persónulega reynslu af sjálfsskaðandi hegðun sem hófst á yngri árum og á að baki nokkrar sjálfsvígstilraunir. Sjálfur rekur hann það til áfalla sem hann varð fyrir sem ungur maður og vann ekki úr. Ræddi ekki einu sinni um. Andlát föður hans, Óttars Proppé, fyrrverandi bæjarstjóra, tók mikið á Kolbein. „Ég er um tuttugu ára aldurinn þegar pabbi fær krabba og hann fer á um níu mánuðum. Ég tala ennþá ofsalega sjaldan um þetta. En ég er þarna útskrifaður úr menntó, að vinna í sandblæstri og í hljómsveit. Við spiluðum allar helgar og það var alveg ógeðslega gaman að vera til. Engar áhyggjur, aldrei einu sinni hugsað til morgundagsins, hvað þá lengra. Ég fer einhvern veginn í þessum takti í gegnum veikindi pabba,“ útskýrir Kolbeinn sem segist ekki hafa haft þroska eða getu til þess að setja alvarleika veikinda föður síns niður fyrir sjálfum sér. „Ég var ekkert endilega að hegða mér eins og sonur manns sem var að kveðja. Ég var bara fastur í mínu. Kvöldið áður en hann kveður þá erum við að hita upp fyrir Síðan skein sól í Keflavík, ég kem, of seint, inn á spítalann morguninn eftir. Við komum inn til að kveðja hann og ég man að ég gekk út, út á svalir, grét þar aðeins og svo bara einhvern veginn: Jæja, nú geng ég í þetta mál. Síðan hef ég ekki grátið hann ófullur,“ segir Kolbeinn og lýsir því hvernig hann gekkst upp í því að fara strax í að gera það sem gera þurfti. „Ég fór strax að hringja í þau sem komu til að kveðja hann á sjúkrahúsinu. Svo einbeitti ég mér bara að því að hjálpa til við jarðarförina, að hafa nóg að gera. Bara að þurfa ekki að horfast í augu við það að hann væri farinn. Þarna loka ég strax á eðlilegar tilfinningar og sorg, nokkuð sem fylgdi mér lengi.“Kolbeinn reyndi nokkrum sinnum að svipta sig lífi. Fréttablaðið/Anton BrinkEnn harðari Kolbeinn segir þetta tímabil í lífi sínu hafa verið sér ofarlega í huga undanfarið. „Ég er þarna næstu árin að reyna að díla við þetta. Ég man eftir að hafa fundist það verst í heiminum þegar ég þurfti að ræða þetta við einhvern. Það var fullt af fólki sem vildi hjálpa mér og ræða við mig um þetta, en ég bara gat það ekki. Ég lokaði á allt. Fólk var að reyna að sýna stuðning og áhuga og spyrja hvernig maður hefði það og það varð bara áreiti. Ég varð pirraður og enn harðari og festist í vítahring.“ Hann segir mikilvægast af öllu að komast út úr þessum vítahring. Byrjunin sé að ræða reynslu sína. „Það læknar ekki allt, en bara það að vera ekki einn að burðast með hlutina og upplifa sig einan heiminum. Að einangra sig gerir allt verra. Þess vegna er svo mikilvægt og gott að í dag séu krakkar hvattir til að ræða um hlutina. Þess vegna vil ég ræða þetta í dag. Ég las umfjöllunina um þessa sjálfsvígstíðni ungmenna og ég tengdi svo við þessa tilfinningu sem þar var lýst, að krakkar lokuðu sig af. Hún er svo hættuleg. En ef þú rýfur þennan vítahring og tekur á hlutunum þá er vanlíðanin kannski bara stutt skeið í lífinu. Svo bara heldur þú áfram með þitt líf. Í dag er ég á allt öðrum stað. Ég hefði getað komist þangað fyrr ef ég hefði bara talað. Það eina sem mér fannst gott að heyra á þessum tíma var þegar fólk kom upp að mér og sagði mér hvað því hafði fundist ég vera sterkur í kringum dauða föður míns. En að ræða hvernig mér liði – það fannst mér ekki hægt. Mér fannst enginn geta skilið það. Ég er viss um að þetta fylgdi mér í mörg ár, kannski gerir það það enn, þegar kemur að tilfinningum í nánum samskiptum. Það er einhver hemill.“ Flóknar verur Kolbeinn er fæddur í desember 1972. Hann var ári á undan í skóla og fæddur seint á árinu, svo hann umgekkst mestmegnis eldri krakka. Hann byrjaði ungur að vinna verkamannavinnu. „Ég var 12 ára gamall byrjaður að vinna í frystihúsinu á Siglufirði. Þar átti maður bara að vera harður og fullorðinn. Ég var alltaf að sýna mig fyrir eldri strákunum. Ég fór svo 17 ára á sjó og ég man alltaf eftir að hafa verið að rembast við að sýna öllum að ég réði við hlutina,“ segir Kolbeinn.Með kassann úti? Kolbeinn hlær. „Með kassann úti! Auðvitað á maður að fara varlega í það að yfirfæra eigin reynslu yfir á alla aðra en ég tengi að minnsta kosti við það þegar verið er að tala um þessar brengluðu hugmyndir um karlmennsku. Þetta er svo ríkt í mér. Því ég get horft á vini mína og fundist ekkert eðlilegra í heiminum en að þeim líði illa. Ég get tekið utan um þá og sýnt samkennd, ekkert vandamál. En ekki þegar kemur að mér. Ekki að ræða það. En þetta hlutverk harða naglans, það er beinlínis lífshættulegt hlutverk. Það er ekki hægt að ítreka það nóg hvað það er ofboðslega mikilvægt að tala við einhvern. Við erum manneskjur og því fylgir vellíðan og líka vanlíðan. Við erum flóknar verur og það er ekkert til að skammast sín fyrir að geta ekki ráðið við sumt. Lífið er flókið og við þurfum að geta rætt það við einhvern. Svo er það bara þannig með tilfinningar að ef maður lokar á þær og bælir þær niður þá gjósa þær upp einhvern tíma. Þær éta mann að innan og maður getur ekki haldið þeim niðri. Og þær fylgja manni,“ lýsir Kolbeinn. Hann segir tilfinningar sínar stundum hafa brotist út á fylleríum, þegar allar varnir voru niðri.Sjálfsskaði var þörf sem heltók Kolbein.Allur út í örum „Svo man ég þegar þetta heltók mig. Þá fór ég að fara inn í tímabil sjálfsskaða. Ég er farinn að skera í mig, ég er allur út í örum á höndunum. Ég var beinlínis að reyna að finna eitthvað til. Finna eitthvað, mér var eiginlega alveg sama hvað. Þegar manni líður svona þá verður maður alveg dofinn. Það ágerðist. Svo komu þessar stundir. Stundir þar sem ég hugsaði: Ég bara meika þetta ekki. Ég get þetta líf bara ekki lengur.“ Kolbeinn lýsir nokkrum tilraunum til sjálfsvígs. Hann hefur gengið í sjóinn og hætt við, rétt getað náð upp úr aftur. Skorið sig. Stungið sig í magann. Stungið hníf í gegnum púða og stokkið á hann. Hann lýsir því hvernig engin tilraunanna hafi verið útpæld. Raunar hafi þetta verið þörf sem heltók hann. Hann langaði ekki að vakna aftur á morgun. „Og svona var þetta. Þegar ég stakk hníf í magann á mér, þá var ég mættur í vinnu þarnæsta dag. Ég fór ekki einu sinni upp á spítala, sem maður á víst að gera ef maður er stunginn með hníf. Ég batt um þetta sjálfur og mætti í vinnuna.“ Í tvö skipti þurfti þó inngrip lækna. Í annað skiptið hafði Kolbeinn gengið í sjóinn, en hætt við. „Það var vetur og ég var í þungum Mokka-jakka. Ég óð út í, en hætti svo við. Þá var allt orðið svo blautt og þungt að ég ætlaði ekki að komast upp úr. Það endaði þannig að ég var færður á sjúkrahús og var með snert af ofkælingu og auðvitað ansi hvekktur. Þar tók hins vegar leikritið við, kassinn fór út og það var allt í lagi með mig og ég gekk út af spítalanum skömmu síðar á engu betri stað en áður. Bara búinn að ákveða að byrgja þetta inni eins og annað.“ Opnast á alla vanlíðan Síðasta tilraun Kolbeins til að stytta sér aldur var sjóferðin, en þá var hann rúmlega þrítugur. „Þetta fylgdi mér bara allt saman. Því það gerast reglulega hlutir sem valda þér vanlíðan. Þá opnast á þetta allt saman. Fólk er að takast á við sambandsslit eða hvað sem er. Þá er eins og þú sért ekki bara að takast á við þetta einangraða tilvik, heldur opnast á alla þessa innibyrgðu vanlíðan. Og maður verður aftur tvítugur. Litli Kolbeinn sem missti pabba sinn og ætlaði ekki að láta neinn sjá sig gráta,“ segir Kolbeinn. Hann segist fyrst hafa hætt að „berast með lífinu“ þegar hann fór að vinna í sér. „Ég upplifði það að minnsta kosti að þegar maður burðast með svona vanlíðan þá dregur það úr allri framtakssemi, allri löngun til þess að gera eitthvað. Ég held að það sé dálítið algengt. Að fólk hugsi með sér að það sé fast einhvers staðar, í óhamingjusömu sambandi eða í starfi sem það vill ekki vera í. En það þarf bara að byrja einhvers staðar. Byrja á því að tala, hvers vegna líður okkur illa? Og vinna í því. Þá er maður betur í stakk búinn til að taka ákvarðanir um lífið. Það er svo auðvelt í þessari stöðu að berast með lífinu, vera óhamingjusamur með allar sínar kringumstæður en orka einhvern veginn ekki að gera neitt í því. Það er hins vegar hægt að rjúfa vítahringinn.“ Með kassann úti Það er Kolbeini hjartans mál að menningin í kringum karlmennskuna breytist. Hann segir alla umræðu hjálpa til. „Þess vegna er ég líka hér að tala við þig. Ef það er einhver einn þarna úti sem les þetta og skynjar hvað það er ofboðslega mikilvægt að tala við einhvern, þá er það þess virði að ég sitji hérna á nálum að tala við þig, stressaðri en ég hef nokkurn tímann verið. Þegar ég fór að vinna í sjálfum mér, ég hætti að drekka og svona, þá var stóra breytingin sú að ég gat rætt um hlutina. Kannski er enn stærri breyting sú að ég get fundið hvernig mér líður og greint á milli tilfinninga. Þetta er ekki bara óaðskiljanleg flækja nýrra og gamalla tilfinninga og sárinda og ég þarf ekki að beina vanlíðaninni í líkamlega sárið til að fá útrás. Nú fer ég bara til sálfræðings og spjalla við hann,“ segir Kolbeinn og brosir. „Með kassann úti!“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Ef ég lít á sjálfan mig og það sem ég upplifði á þessum árum, þá hugsaði ég aldrei að eftir tíu eða tuttugu ár myndi lífið breytast og verða einhvern veginn allt, allt öðruvísi. Alla vanlíðan upplifði ég varanlega og allar tilfinningar svo sterkar. Að svona myndi mér alltaf líða. Eftir því sem maður eldist þá breytist tímaskynjun manns og ein vika, sem manni fannst heila eilífð að líða í ungdæmi sínu, líður hjá á sekúndubroti, að manni finnst. Ég held, og get að minnsta kosti sagt um mig sjálfan, að þegar tímaskynjunin er svona og manni finnst núið eilíft, þá geti maður upplifað sig fastan í einhverjum tilfinningum, hvort sem það er ástarsorg eða vanlíðan eða hvað það er. Þú verður fyrir áfalli og sérð ekki út. Sérð ekki að þetta getur liðið hjá. Og það eru krakkar að falla fyrir eigin hendi og við verðum að gera eitthvað í því,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna. Honum eru hugleikin um þessar mundir þau mál sem hafa undanfarið verið í brennidepli og varða sjálfsvíg ungmenna. Nýleg skýrsla Landlæknis leiddi í ljós að af 10.539 nemendum í framhaldsskóla höfðu 963 gert tilraun til sjálfsvígs árið 2016. „Hér sit ég, og er að leggja eitthvert miðaldra mat á tilfinningar mínar sem ungs manns. Og ég er ekkert viss um hvernig ég hefði tekið því þá, en því fleiri sem átta sig á því að það má tala um allt, ekki kannski við alla, en við einhvern, þá er ég sannfærður um að færri finna sig knúna til að fara þessa leið. Það er svo dýrmætt að eiga einhvern sem maður getur talað við. Sjálfur gat ég aldrei talað um tilfinningar fyrr en ég var orðinn rígfullorðinn. Ég gekkst einfaldlega upp í því að vera harði gaurinn. Það var alltaf allt fínt að frétta af mér.“Lokaði á tilfinningarnar Kolbeinn hefur persónulega reynslu af sjálfsskaðandi hegðun sem hófst á yngri árum og á að baki nokkrar sjálfsvígstilraunir. Sjálfur rekur hann það til áfalla sem hann varð fyrir sem ungur maður og vann ekki úr. Ræddi ekki einu sinni um. Andlát föður hans, Óttars Proppé, fyrrverandi bæjarstjóra, tók mikið á Kolbein. „Ég er um tuttugu ára aldurinn þegar pabbi fær krabba og hann fer á um níu mánuðum. Ég tala ennþá ofsalega sjaldan um þetta. En ég er þarna útskrifaður úr menntó, að vinna í sandblæstri og í hljómsveit. Við spiluðum allar helgar og það var alveg ógeðslega gaman að vera til. Engar áhyggjur, aldrei einu sinni hugsað til morgundagsins, hvað þá lengra. Ég fer einhvern veginn í þessum takti í gegnum veikindi pabba,“ útskýrir Kolbeinn sem segist ekki hafa haft þroska eða getu til þess að setja alvarleika veikinda föður síns niður fyrir sjálfum sér. „Ég var ekkert endilega að hegða mér eins og sonur manns sem var að kveðja. Ég var bara fastur í mínu. Kvöldið áður en hann kveður þá erum við að hita upp fyrir Síðan skein sól í Keflavík, ég kem, of seint, inn á spítalann morguninn eftir. Við komum inn til að kveðja hann og ég man að ég gekk út, út á svalir, grét þar aðeins og svo bara einhvern veginn: Jæja, nú geng ég í þetta mál. Síðan hef ég ekki grátið hann ófullur,“ segir Kolbeinn og lýsir því hvernig hann gekkst upp í því að fara strax í að gera það sem gera þurfti. „Ég fór strax að hringja í þau sem komu til að kveðja hann á sjúkrahúsinu. Svo einbeitti ég mér bara að því að hjálpa til við jarðarförina, að hafa nóg að gera. Bara að þurfa ekki að horfast í augu við það að hann væri farinn. Þarna loka ég strax á eðlilegar tilfinningar og sorg, nokkuð sem fylgdi mér lengi.“Kolbeinn reyndi nokkrum sinnum að svipta sig lífi. Fréttablaðið/Anton BrinkEnn harðari Kolbeinn segir þetta tímabil í lífi sínu hafa verið sér ofarlega í huga undanfarið. „Ég er þarna næstu árin að reyna að díla við þetta. Ég man eftir að hafa fundist það verst í heiminum þegar ég þurfti að ræða þetta við einhvern. Það var fullt af fólki sem vildi hjálpa mér og ræða við mig um þetta, en ég bara gat það ekki. Ég lokaði á allt. Fólk var að reyna að sýna stuðning og áhuga og spyrja hvernig maður hefði það og það varð bara áreiti. Ég varð pirraður og enn harðari og festist í vítahring.“ Hann segir mikilvægast af öllu að komast út úr þessum vítahring. Byrjunin sé að ræða reynslu sína. „Það læknar ekki allt, en bara það að vera ekki einn að burðast með hlutina og upplifa sig einan heiminum. Að einangra sig gerir allt verra. Þess vegna er svo mikilvægt og gott að í dag séu krakkar hvattir til að ræða um hlutina. Þess vegna vil ég ræða þetta í dag. Ég las umfjöllunina um þessa sjálfsvígstíðni ungmenna og ég tengdi svo við þessa tilfinningu sem þar var lýst, að krakkar lokuðu sig af. Hún er svo hættuleg. En ef þú rýfur þennan vítahring og tekur á hlutunum þá er vanlíðanin kannski bara stutt skeið í lífinu. Svo bara heldur þú áfram með þitt líf. Í dag er ég á allt öðrum stað. Ég hefði getað komist þangað fyrr ef ég hefði bara talað. Það eina sem mér fannst gott að heyra á þessum tíma var þegar fólk kom upp að mér og sagði mér hvað því hafði fundist ég vera sterkur í kringum dauða föður míns. En að ræða hvernig mér liði – það fannst mér ekki hægt. Mér fannst enginn geta skilið það. Ég er viss um að þetta fylgdi mér í mörg ár, kannski gerir það það enn, þegar kemur að tilfinningum í nánum samskiptum. Það er einhver hemill.“ Flóknar verur Kolbeinn er fæddur í desember 1972. Hann var ári á undan í skóla og fæddur seint á árinu, svo hann umgekkst mestmegnis eldri krakka. Hann byrjaði ungur að vinna verkamannavinnu. „Ég var 12 ára gamall byrjaður að vinna í frystihúsinu á Siglufirði. Þar átti maður bara að vera harður og fullorðinn. Ég var alltaf að sýna mig fyrir eldri strákunum. Ég fór svo 17 ára á sjó og ég man alltaf eftir að hafa verið að rembast við að sýna öllum að ég réði við hlutina,“ segir Kolbeinn.Með kassann úti? Kolbeinn hlær. „Með kassann úti! Auðvitað á maður að fara varlega í það að yfirfæra eigin reynslu yfir á alla aðra en ég tengi að minnsta kosti við það þegar verið er að tala um þessar brengluðu hugmyndir um karlmennsku. Þetta er svo ríkt í mér. Því ég get horft á vini mína og fundist ekkert eðlilegra í heiminum en að þeim líði illa. Ég get tekið utan um þá og sýnt samkennd, ekkert vandamál. En ekki þegar kemur að mér. Ekki að ræða það. En þetta hlutverk harða naglans, það er beinlínis lífshættulegt hlutverk. Það er ekki hægt að ítreka það nóg hvað það er ofboðslega mikilvægt að tala við einhvern. Við erum manneskjur og því fylgir vellíðan og líka vanlíðan. Við erum flóknar verur og það er ekkert til að skammast sín fyrir að geta ekki ráðið við sumt. Lífið er flókið og við þurfum að geta rætt það við einhvern. Svo er það bara þannig með tilfinningar að ef maður lokar á þær og bælir þær niður þá gjósa þær upp einhvern tíma. Þær éta mann að innan og maður getur ekki haldið þeim niðri. Og þær fylgja manni,“ lýsir Kolbeinn. Hann segir tilfinningar sínar stundum hafa brotist út á fylleríum, þegar allar varnir voru niðri.Sjálfsskaði var þörf sem heltók Kolbein.Allur út í örum „Svo man ég þegar þetta heltók mig. Þá fór ég að fara inn í tímabil sjálfsskaða. Ég er farinn að skera í mig, ég er allur út í örum á höndunum. Ég var beinlínis að reyna að finna eitthvað til. Finna eitthvað, mér var eiginlega alveg sama hvað. Þegar manni líður svona þá verður maður alveg dofinn. Það ágerðist. Svo komu þessar stundir. Stundir þar sem ég hugsaði: Ég bara meika þetta ekki. Ég get þetta líf bara ekki lengur.“ Kolbeinn lýsir nokkrum tilraunum til sjálfsvígs. Hann hefur gengið í sjóinn og hætt við, rétt getað náð upp úr aftur. Skorið sig. Stungið sig í magann. Stungið hníf í gegnum púða og stokkið á hann. Hann lýsir því hvernig engin tilraunanna hafi verið útpæld. Raunar hafi þetta verið þörf sem heltók hann. Hann langaði ekki að vakna aftur á morgun. „Og svona var þetta. Þegar ég stakk hníf í magann á mér, þá var ég mættur í vinnu þarnæsta dag. Ég fór ekki einu sinni upp á spítala, sem maður á víst að gera ef maður er stunginn með hníf. Ég batt um þetta sjálfur og mætti í vinnuna.“ Í tvö skipti þurfti þó inngrip lækna. Í annað skiptið hafði Kolbeinn gengið í sjóinn, en hætt við. „Það var vetur og ég var í þungum Mokka-jakka. Ég óð út í, en hætti svo við. Þá var allt orðið svo blautt og þungt að ég ætlaði ekki að komast upp úr. Það endaði þannig að ég var færður á sjúkrahús og var með snert af ofkælingu og auðvitað ansi hvekktur. Þar tók hins vegar leikritið við, kassinn fór út og það var allt í lagi með mig og ég gekk út af spítalanum skömmu síðar á engu betri stað en áður. Bara búinn að ákveða að byrgja þetta inni eins og annað.“ Opnast á alla vanlíðan Síðasta tilraun Kolbeins til að stytta sér aldur var sjóferðin, en þá var hann rúmlega þrítugur. „Þetta fylgdi mér bara allt saman. Því það gerast reglulega hlutir sem valda þér vanlíðan. Þá opnast á þetta allt saman. Fólk er að takast á við sambandsslit eða hvað sem er. Þá er eins og þú sért ekki bara að takast á við þetta einangraða tilvik, heldur opnast á alla þessa innibyrgðu vanlíðan. Og maður verður aftur tvítugur. Litli Kolbeinn sem missti pabba sinn og ætlaði ekki að láta neinn sjá sig gráta,“ segir Kolbeinn. Hann segist fyrst hafa hætt að „berast með lífinu“ þegar hann fór að vinna í sér. „Ég upplifði það að minnsta kosti að þegar maður burðast með svona vanlíðan þá dregur það úr allri framtakssemi, allri löngun til þess að gera eitthvað. Ég held að það sé dálítið algengt. Að fólk hugsi með sér að það sé fast einhvers staðar, í óhamingjusömu sambandi eða í starfi sem það vill ekki vera í. En það þarf bara að byrja einhvers staðar. Byrja á því að tala, hvers vegna líður okkur illa? Og vinna í því. Þá er maður betur í stakk búinn til að taka ákvarðanir um lífið. Það er svo auðvelt í þessari stöðu að berast með lífinu, vera óhamingjusamur með allar sínar kringumstæður en orka einhvern veginn ekki að gera neitt í því. Það er hins vegar hægt að rjúfa vítahringinn.“ Með kassann úti Það er Kolbeini hjartans mál að menningin í kringum karlmennskuna breytist. Hann segir alla umræðu hjálpa til. „Þess vegna er ég líka hér að tala við þig. Ef það er einhver einn þarna úti sem les þetta og skynjar hvað það er ofboðslega mikilvægt að tala við einhvern, þá er það þess virði að ég sitji hérna á nálum að tala við þig, stressaðri en ég hef nokkurn tímann verið. Þegar ég fór að vinna í sjálfum mér, ég hætti að drekka og svona, þá var stóra breytingin sú að ég gat rætt um hlutina. Kannski er enn stærri breyting sú að ég get fundið hvernig mér líður og greint á milli tilfinninga. Þetta er ekki bara óaðskiljanleg flækja nýrra og gamalla tilfinninga og sárinda og ég þarf ekki að beina vanlíðaninni í líkamlega sárið til að fá útrás. Nú fer ég bara til sálfræðings og spjalla við hann,“ segir Kolbeinn og brosir. „Með kassann úti!“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira