Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. september 2018 19:26 Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim. Dánaraðstoð Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss. Þar af hefur einn Íslendingur fengið ósk sína uppfyllta. Formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, segir íslenska lækna oft trega til að skrifa undir gögn sem nauðsynleg eru til að fara þessa leið. Erlendir sérfræðingar segja Íslendinga geta lært af því sem gefist hefur vel í öðrum löndum. Málþing um dánaraðstoð og líknandi meðferðar fór fram í dag en íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð. „Eftir að við stofnuðum félagið, í janúar 2017, þá vitum við allavega um fjóra einstaklinga sem eru í dag að sækja um dánaraðstoð í Sviss,“ segir Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar. Meðal framsögumanna í dag voru læknar frá Belgíu og Hollandi sem eru á meðal fremstu sérfræðinga í Evrópu um dánaraðstoð og líknandi meðferðir. „Ég er sannfærður um að fólk á Íslandi, bæði stjórnmálamenn, almenningur, hjúkrunarfræðingar og læknar, þurfa að kynna sér reynslu Hollendinga, Belga og Lúxemborgara af að veita heildstæða aðstoð við að binda enda á líf sem felur í sér möguleikann á líknardauða,“ segir Jan Bernheim, krabbameinslæknir og prófessor emeritus í læknisfræði. „Það er mikilvægt að samþykkja lög eða setja reglugerð sem kveður á um að allir einstaklingar frá Íslandi eigi þann valkost að binda enda á eigið líf þegar fólk stendur frammi fyrir því að deyja kvalafullum dauða og fólk vill deyja sársaukalaust. Á Íslandi er fólki ekki heimilt að taka ákvörðun um slíkt. Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að skoða ekki reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Rob Jonquire, framkvæmdastjóri World Federation of Right to Die Societies. Ingrid er kunnugt um einn Íslending sem fékk ósk sína uppfyllta árið 2013 en það er ekki einfalt ferli sem þarf að fara í gegnum til að fá dánaraðstoð. „Það hefur gengið brösuglega hérlendis að fá gögn frá læknum. Við vitum um eitt tilfelli hérlendis þar sem þarf að fá yfirlýsingu frá lækni um að viðkomandi sé með ráð og rænu. Og það hefur hingað til ekki gengið, geðlæknirinn neitar að gefa þessa yfirlýsingu og þarf af leiðandi er ferlið frekar flókið.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun í næstu viku endurflytja þingsályktunartillögu um dánaraðstoð sem kveður á um að heilbrigðisráðherra verði falið að taka málið til skoðunar. „Það þarf að skoða málið gaumgæfilega en það væri heimskulegt að líta ekki til reynslu Belga og Hollendinga,“ segir Jan Bernheim.
Dánaraðstoð Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira