Fjórir fuglar og frábær hringur sem ætti að koma Ólafíu í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2018 11:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði flottan annan hring á Estrella Damm Ladies Open mótinu á Spáni í dag en mótið er hluti af LET Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn lék átján holur dagsins á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Þessi spilamennska skilar okkar konu upp í 41. sæti en niðurskurðarlínan er parið eins og staðan er núna. Margir kylfingar eiga aftur á móti eftir að klára í dag. Ólafía Þórunn endaði fyrsta hringinn á skolla og einu höggi yfir parinu en bættu heldur betur stöðu sína með flottum leik í dag. 72 högg í gær en 69 högg í dag. Ólafía byrjaði hringinn á því að fá fugl á fyrstu holu en fékk síðan skolla á annarri holunni. Hún komst síðan tveimur höggum undir pari með tveimur fuglum á þremur holum. Skolli á níundi stríddi henni aðeins en Ólafía bætti við einum fugli á seinni nýju og endaði hringinn því á tveimur höggum undir pari. Estrella Damm Ladies Open fer fram á vegum Golf Club de Terramar klúbbsins en völlurinn er í Sitges sem er rétt hjá Barcelona. Ólafía Þórunn er með keppnisrétt á bæði á LET Evrópumótaröðinni og á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Ólafía hefur keppt á þremur mótum á tímabilinu 2018 á LET Evrópumótaröðinni. Hún keppti síðast í byrjun september á Lacoste Ladies Open de France á LET Evrópumótaröðinni. Þar endaði Ólafía Þórunn í 11. sæti. Ólafía Þórunn er í 76. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Golf Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira