Þetta eru þjóðirnar átján sem hafa farið upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í íslenska landsliðinu eru á leið niður FIFA-listann eftir tvö stór töp í Þjóðadeildinni. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið er í 36. sæti á nýjum FIFA-lista en nýjasti styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var gefinn út í morgun. Vísir hafði áður sagt frá því að íslenska karlalandsliðið myndi halda áfram að falla niður listann. Íslenska landsliðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í Þjóðadeildinni með markatölunni 0-9. Fyrst 6-0 á móti Sviss í St. Gallen og svo 3-0 á móti Belgum á Laugardalsvelli. Ekkert félag inn á topp 36 á FIFA-listanum féll niður um fleiri sæti á þessum lista en Ísland gerði núna. Eitt annað landslið inn á topp fimmtíu fór niður um fleiri sæti en Kosta Ríka menn duttu niður um fimm sæti. Þeir eru í 37. sætinu eða einu sæti á eftir Íslandi. Þetta 36. sæti þýðir að íslenska landsliðið hefur fallið niður um fjórtán sæti á tveimur mánuðum og alls niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Íslenska landsliðið var í 18. sæti á FIFA-listanum í mars og hefur aldrei verið ofar. Þjóðirnar átján sem hafa komist upp fyrir Ísland á FIFA-listanum síðan í mars eru eftirtaldar en sæti þeirra í dag er innan sviga.Upp fyrir Ísland á FIFA-listanum á sex mánuðum: Úrúgvæ (5. sæti) Svíþjóð (15. sæti) Holland (17. sæti) Wales (19. sæti) Bandaríkin (22. sæti) Túnis (23. sæti) Austurríki (24. sæti) Senegal (25. sæti) Slóvakía (26. sæti) Rúmenía (27. sæti) Norður Írland (28. sæti) Úkraína (29. sæti) Írland (30. sæti) Paragvæ (31. sæti) Venesúela (32. sæti) Íran (33. sæti) Bosnía (34. sæti) Serbía (35. sæti) Belgía og Frakkland eru nú efst og jöfn í efsta sæti listans. Belgar komust því á toppinn með sigrinum á Íslandi á Laugardalsvellinum.NEW #FIFARanking Belgium and France 1st-ever joint leaders Germany regain some ground Ukraine biggest climbers More info https://t.co/w44kRrYA0Npic.twitter.com/v7vs5Cm1Ud — FIFA.com (@FIFAcom) September 20, 2018Englendingar eru áfram í sjötta sætinu en Spánverjar eru í 9. sæti og fimm sætum neðar en Króatar (4. sæti). Spánn vann samt 6-0 sigur á Króatíu í Þjóðadeildinni á dögunum. Svíar eru í 15. sætinu og detta niður um tvö sæti. Lars Lagerbäck er síðan kominn með norska landsliðið upp í 52. sæti listans. Lars Lagerbäck tók við norska landsliðinu í 81. sæti FIFA-listans í febrúar 2017 og hefur því þegar farið með liðið upp um 29 sæti.Staða Norðurlandaþjóðanna á FIFA-listanum: 10. sæti - Danmörk 15. sæti - Svíþjóð 36. sæti - Ísland 52. sæti - Noregur 58. sæti - Finnland 92. sæti - Færeyjar
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30 Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30 Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Hnignun sem hófst eftir að farseðilinn á HM var tryggður Íslenska karlalandsliðið hefur aðeins unnið tvo leiki af 13 síðan það tryggði sér sæti á HM í Rússlandi. Einu sigrarnir á þessu tæpa ári komu í hálfgerðum B-landsleikjum gegn Indónesíu. 13. september 2018 07:30
Sigurinn á Íslandi kemur Belgum á toppinn á heimslistanum Belgar unnu 3-0 sigur á Íslandi á Laugardalsvellinum í gærkvöld en bronsliðið frá HM í sumar sýndi þar og sannaði að það fer eitt allra besta lið heims. 12. september 2018 09:30
Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. 14. september 2018 14:00
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu