Hakkarar brutust inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. september 2018 12:25 Vísir/Getty Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu. Facebook Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Hakkarar náðu að brjótast inn á reikninga 50 milljón notenda Facebook. Með árásinni á síðuna náðu þeir sem að verkinu stóðu að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Um er að ræða stærsta brot sem Facebook hefur orðið fyrir á 14 ára sögu fyrirtækisins. Þrír gallar í hugbúnaði Facebook gerðu það að verkum að hakkararnir náðu að brjótast inn á reikninga notenda Facebook, þar á meðal reikning stofnanda fyrirtækisins, Marc Zuckerberg. Þá náðu hakkararnir einnig að brjótast inn á reikninga fólks sem eru þess eðlis að hægt er að skrá sig inn á þá í gegnum Facebook. Það eru forrit á borð við Spotify, Instagram og Tinder. Brotið gerir hökkurunum kleift að komast yfir persónuupplýsingar fólks og ná stjórn á reikningum þess. Samkvæmt Facebook var brotið uppgötvað á fimmtudaginn og hefur fyrirtækið tilkynnt það til lögreglu. Varaforseti Facebook segir að gallinn hafi verið lagaður og hafa þeir reikningar sem urðu fyrir barðinu á hökkurum verið endurræstir ásamt 40 milljón öðrum til varúðar.Getty/Spencer PlattFacebook hefur ekki upplýst um það hvar í heiminum þeir 50 milljón notendur eru sem ráðist var á. Þá er ekki vitað hverjir stóðu að baki árásinni eða hvar þeir eru staðsettir. Brotið átti sér stað á ansi óheppilegum tíma en undanfarið hefur Facebook unnið að því að sannfæra lögmenn í Bandaríkjunum um að fyrirtækið hafi alla burði til að vernda notendagögn fólks. Lögmenn hafa bent á að stjórnvöld þurfi að grípa inn í ef fyrirtæki á borð við Facebook gætu ekki tekið á öryggismálum af festu. Vegna atburðarins á fimmtudaginn hafa lögmenn rætt um það að nú sé tímabært að herða slíkt eftirlit. Stofnandi Facebook segir að fyrirtækið taki öryggi notenda alvarlega. Óljóst er hvort einhverjir starfsmenn Facebook verði gerðir ábyrgir fyrri brotinu.
Facebook Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira