Óttar Yngvason biðst afsökunar á orðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 14:04 Einar K. Guðfinnsson telur ummæli Óttars lykta af mannfyrirlitningu en sá hinn síðarnefndi harmar það að hafa orðað hugsanir sínar illa. Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV. Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Óttar Yngvason, lögmaður náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar á orðum sínum sem snúa að atvinnuþátttöku útlendinga við fiskeldi vestur á fjörðum. Ummæli hans féllu í þættinum Kastljósi í gærkvöldi í viðtali við Einar Þorsteinsson, einn umsjónarmanna þáttarins, á þá leið að þeir sem aðallega störfuðu við fiskeldi vestur á fjörðum væru örfáir og þá helst Pólverjar eða útlendingar. Óttar stílar yfirlýsingu sína á Einar, en hún er svohljóðandi:„Til Einars, stjórnanda Kastljóss. Vegna orða minna í Kastljósi í gær vill undirritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í laxeldi er málefninu óviðkomandi. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur. Um leið er rétt að benda á, að starfsmannatölur sem ég nefndi áttu einungis við nýbyrjað laxeldi í Patreksfirði. Aðrar starfsmannatölur sem fram komu áttu augljóslega við meintan heildarfjölda allra eldisfyrirtækja á Vestfjörðum. Bestu kveðjur, Óttar Yngvason.“Umdeilt mál Málið tengist hinu umdeilda sjókvíaeldi fyrir vestan en væntanlegt er frumvarp þar sem veita á fyrirtækjum undanþágu frá úrskurði nefndar um umhverfismál, sem felldu rekstrarleyfi þeirra úr gildi. Óttar segir stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum fyrir fyrirhuguðu frumvarpi. Jafnframt segir hann engan grundvöll vera fyrir því að fara framhjá eðlilegu ferli sem væri að leggja mál fyrir dómstóla líkt og fyrirtækin hafa hug á að gera. „Með öðrum aðgerðum er verið að reyna að fara í kringum venjuleg lög og reglur í landinu. Það er í rauninni bara óheimilt og ólöglegt,“ sagði Óttar í samtali við Vísi og segir engan vafa vera á því að stjórnvöld séu að brjóta lög með frumvarpinu. Óttar telur með öðrum orðum að verið sé að taka orð sín úr samhengi, en þau vísuðu til þess að málið væri ekki eins mikilvægt að teknu tilliti til atvinnustigs fyrir vestan og margur vill vera láta. Sakaður um mannfyrirlitningu Strax eftir þáttinn stigu stuðningsmenn sjókvíaeldisins sem og ýmsir aðrir og fordæmdu orð Óttars, og höfðu þau til marks um útlendingaandúð. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, er á því að um sé að ræða einskonar mannfyrirlitningu. „Menn eru náttúrulega miður sín og hneykslaðir á þessum yfirlýsingum sem mér finnst lykta af ákveðinni mannfyrirlitningu og undarlegri afstöðu til útlendinga sem ég hélt satt að segja að væri útdauð í íslensku samfélagi en lengi má manninn reyna,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu RÚV.
Fiskeldi Tengdar fréttir Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Fleiri fréttir Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Sjá meira
Lögmaður náttúruverndarsamtaka segir stjórnvöld brjóta lög með frumvarpinu Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp sem myndi heimila ráðherra fiskeldismála að veita fyrirtækjum rekstrarleyfi til bráðabirgða. 8. október 2018 19:05