„Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2018 16:30 Tobba Marinós í skemmtilegu viðtali, alveg kasólétt. vísir/ernir „Ég sit hér fram á gangi á einhverju helvítis íþróttanámskeiði með grindargliðnun, geðvond, búin að ryksuga hnífaparaskúffurnar og búin að baka,“ segir hin skemmtilega Tobba Marinós í viðtali við þá Svavar Örn og Einar Bárðason í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þá var Tobba gengin tvo daga fram yfir en hún gengur með sitt annað barn um þessar mundir. Tobba lýsti því á sinn skemmtilega og grafísk hátt hvernig það er að ganga með barn í viðtalinu á laugardaginn. „Ég verð að halda í mér í dag, ég get ekki verið að eiga barn á hrundeginum, það er hræðilegt,“ segir Tobba sem fékk þá spurningu hvort meðgangan hefði verið erfið. „Erfitt? þetta er djöfulsins viðbjóður. Ég pissaði í sjónvarpssófann heima og það óvart. Það var hræðilegt. Þetta á að vera svo geislandi og dásamlegur tími en þegar þú ert búin að pissa í sjónvarpssófann heima hjá þér og þarf eitthvað snúningslak til að komast fram úr heima hjá þér og þú ert eins og gamall karl. Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því dags daglega.“ Tobba sagðist vera algjörlega andlega og líkamlega farin. „Ég get svo sem ekki kvartað, þetta hefur gengið ágætlega. Svo kaupi ég bara vínflöskur. Það var ein góð kona sem sagði mér að maður á að kaupa eina góða vínflösku í mánuði og eiga gott safn þegar þetta er allt saman búið. Þegar maður er komin framyfir má maður kaupa eina á dag.“ Viðtaliðl má heyra hér að neðan en ekki er ljóst hvort Tobba hafi átt barnið þegar þessi frétt er skrifuð. Tobba fór tólf daga fram yfir með eldri dóttur sína. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Ég sit hér fram á gangi á einhverju helvítis íþróttanámskeiði með grindargliðnun, geðvond, búin að ryksuga hnífaparaskúffurnar og búin að baka,“ segir hin skemmtilega Tobba Marinós í viðtali við þá Svavar Örn og Einar Bárðason í þættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þá var Tobba gengin tvo daga fram yfir en hún gengur með sitt annað barn um þessar mundir. Tobba lýsti því á sinn skemmtilega og grafísk hátt hvernig það er að ganga með barn í viðtalinu á laugardaginn. „Ég verð að halda í mér í dag, ég get ekki verið að eiga barn á hrundeginum, það er hræðilegt,“ segir Tobba sem fékk þá spurningu hvort meðgangan hefði verið erfið. „Erfitt? þetta er djöfulsins viðbjóður. Ég pissaði í sjónvarpssófann heima og það óvart. Það var hræðilegt. Þetta á að vera svo geislandi og dásamlegur tími en þegar þú ert búin að pissa í sjónvarpssófann heima hjá þér og þarf eitthvað snúningslak til að komast fram úr heima hjá þér og þú ert eins og gamall karl. Það að hafa stjórn á þvagblöðrunni þinni er svo mikill kostur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því dags daglega.“ Tobba sagðist vera algjörlega andlega og líkamlega farin. „Ég get svo sem ekki kvartað, þetta hefur gengið ágætlega. Svo kaupi ég bara vínflöskur. Það var ein góð kona sem sagði mér að maður á að kaupa eina góða vínflösku í mánuði og eiga gott safn þegar þetta er allt saman búið. Þegar maður er komin framyfir má maður kaupa eina á dag.“ Viðtaliðl má heyra hér að neðan en ekki er ljóst hvort Tobba hafi átt barnið þegar þessi frétt er skrifuð. Tobba fór tólf daga fram yfir með eldri dóttur sína.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira