Hlutabréf í Juventus taka dýfu í kjölfar ásakana á hendur Ronaldo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2018 20:46 Ronaldo er sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas árið 2009. Vísir/AP Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. BBC greinir frá þessu. Kona að nafni Kathryn Mayorga kom um helgina fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en þar sakaði hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram. Síðan Mayorga steig fram með ásakanirnar hafa hlutabréf í Juventus, félaginu sem Ronaldo leikur fyrir, tekið umtalsverða dýfu, en þegar þetta var skrifað hafði félagið tapað um 10% af markaðsvirði sínu á einum degi [föstudegi]. Einnig vakti mikla athygli í gær þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem er einn helsti styrktaraðili Ronaldo, gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að fyrirtækið hefði „djúpstæðar áhyggjur“ af ásökununum. Þá hefur Juventus verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum en mörgum þykir félagið hafa höndlað málið á afar klaufalegan hátt, þegar Twitter-reikningur félagsins birti tíst þess efnis að Ronaldo hefði „á undanförnum mánuðum sýnt af sér mikla fagmennsku og eldmóð.“ Þá sagði einnig á reikningi félagsins að ásakanirnar á hendur honum breyttu ekki skoðunum fólks á Ronaldo, sem var í tístinu kallaður „mikill meistari.“.@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018 Fótbolti MeToo Viðskipti Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hlutabréf í ítalska knattspyrnuliðinu Juventus hafa lækkað hratt í verði síðan ásakanir á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo um nauðgun komust í hámæli á þriðjudag. Ronaldo er leikmaður félagsins. BBC greinir frá þessu. Kona að nafni Kathryn Mayorga kom um helgina fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel en þar sakaði hún Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas árið 2009. Blaðið fjallaði fyrst um ásakanir hennar á hendur Ronaldo á síðasta ári. Sú umfjöllun var byggð á skjölum sem lekið var til blaðsins og vildi Mayorga ekki tjá sig um málið þá. Kom nafn hennar því hvergi fram. Síðan Mayorga steig fram með ásakanirnar hafa hlutabréf í Juventus, félaginu sem Ronaldo leikur fyrir, tekið umtalsverða dýfu, en þegar þetta var skrifað hafði félagið tapað um 10% af markaðsvirði sínu á einum degi [föstudegi]. Einnig vakti mikla athygli í gær þegar íþróttavöruframleiðandinn Nike, sem er einn helsti styrktaraðili Ronaldo, gaf út yfirlýsingu þar sem sagði að fyrirtækið hefði „djúpstæðar áhyggjur“ af ásökununum. Þá hefur Juventus verið gagnrýnt harðlega á samfélagsmiðlum en mörgum þykir félagið hafa höndlað málið á afar klaufalegan hátt, þegar Twitter-reikningur félagsins birti tíst þess efnis að Ronaldo hefði „á undanförnum mánuðum sýnt af sér mikla fagmennsku og eldmóð.“ Þá sagði einnig á reikningi félagsins að ásakanirnar á hendur honum breyttu ekki skoðunum fólks á Ronaldo, sem var í tístinu kallaður „mikill meistari.“.@Cristiano Ronaldo has shown in recent months his great professionalism and dedication, which is appreciated by everyone at Juventus. 1/1 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018The events allegedly dating back to almost 10 years ago do not change this opinion, which is shared by anyone who has come into contact with this great champion. 2/2 — JuventusFC (@juventusfcen) October 4, 2018
Fótbolti MeToo Viðskipti Tengdar fréttir Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00 Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54 Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01 Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Með skjal í höndunum sem gæti komið Ronaldo illa: „Hún sagði nei og hættu margoft“ Kathryn Mayorga og lögfræðingar hennar búa yfir skjali sem lýsir því hvernig knattspyrnustjarnan Cristiano Ronaldo upplifði kvöldið örlagaríka er hann á að hafa nauðgað Mayorga í Las Vegas í júní árið 2009. Hún hefur höfðað einkamál á hendur Ronaldo 1. október 2018 12:00
Lögreglan í Las Vegas hefur rannsókn að nýju Lögreglan í borginni Las Vegas í Nevadaríki Bandaríkjanna hefur að nýju hafið rannsókn á kynferðisbrotamáli sem átti sér stað í borginni fyrir níu árum síðan. Dagsetningin gefur til kynna að um sé að ræða mál Cristiano Ronaldo. 1. október 2018 21:54
Nike hefur „miklar áhyggjur“ vegna ásakana á hendur Ronaldo Portúgalsi knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur verið sakaður um að hafa nauðgað Kathryn Mayorga í Las Vegas sumarið 2009. 4. október 2018 21:01