Tvíburar frá Hofsósi fá milljón krónur á mann í styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2018 16:40 Styrkþegar með viðurkenningar sínar í dag. Vísir/Vilhelm Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina). Skagafjörður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ester María Eiríksdóttir og Jón Örn Eiríksson, sautján ára tvíburar frá Hofsósi, eru á meðal ungs fólks sem hlaut í dag styrk úr Hvatningarsjóði Kviku. Sjóðurinn, sem er í samstarfi við Samtök iðnaðarins, hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Styrktarfjárhæð sjóðsins er 5 milljónir króna árlega í þrjú ár en eftir að hafa auglýst eftir fyrstu umsóknum í maí hefur fyrstu 5 milljónunum verið úthlutað á eftirfarandi aðila:Eina milljón króna hljóta -Aðalheiður Dögg Reynisdóttir, 21 árs úr Garðabæ og nemi í bakaraiðn í London -Ester María Eiríksdóttir, 17 ára frá Hofsósi og nemi í húsasmíði -Jón Örn Eiríksson, 17 frá Hofsósi og nemi í rafvirkjunHálfa milljón króna hljóta -Svala Björk Svavarsdóttir, 18 ára frá Akureyri og vélstjóranemi -Fannar Smári Sindrason, 17 ára úr Eyjafjarðarsveit og nemi í grunndeild rafiðna200 þúsund krónur hljóta -Aldís Eir Hansen – D stig vélstjórnar við Verkmenntaskólann á Akureyri -Anna Guðlaug Sigurðardóttir – Gull- og silfursmíði við Tækniskólann í Reykjavík -Bogi Pétur Thorarensen – Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Dagný María Pétursdóttir - Mjólkurfræði við Kold College í Danmörku -Sigurður Aron Þorsteinsson – Vélvirkjun við Borgarholtsskóla Nánar um styrkþegana fimm sem hlutu hálfa eða eina milljón króna: • Aðalheiður Dögg Reynisdóttir Aðalheiður er 21 árs úr Garðabæ. Hún hefur lokið námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann, auk þess að ljúka á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Að því loknu fór hún að læra að verða eftirréttarkokkur (e. pastry chef) við hinn virta skóla Le Cordon Bleu í London. Síðastliðið ár hefur Aðalheiður verið í starfsnámi hjá Michelin stjörnu veitingastaðnum Pollen Street Social í London. • Ester María Eiríksdóttir. Ester er 17 ára frá Hofsósi. Hún er að læra húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri en langar síðar að læra húsgagnasmíði. Ester er mikil bóknámskona og stefnir á að klára stúdentspróf ofan á iðnnámið. • Jón Örn Eiríksson. Jón Örn er tvíburabróðir Esterar og því einnig 17 ára frá Hofsósi. Hann er að læra rafvirkjun við Raftækniskólann í Reykjavík og stefnir á að fara síðar í Hljóðtækniskólann og læra hljóðvinnslu. Þegar Jón Örn var 14 ára hannaði hann app fyrir android spjaldtölvu sem er ætlað að halda utan um reykköfun. Appið seldi hann síðan Mannvirkjastofnun og keypti sér skellinöðru og DJ-græjur fyrir peningana. • Svala Björk Svavarsdóttir. Svala er 18 ára frá Akureyri. Hún hefur lokið grunndeild málmiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri og er nú í vélstjóranámi. Svala æfir handbolta af miklum krafti, nú með meistaraflokki KA/Þór og hefur nokkrum sinnum verið valin í úrtakshóp fyrir U18 ára landsliðið í handbolta. Þá sér hún sjálf um allt viðhald á bílunum sínum (Suzuki Vitara árgerð 1998 og Dodge Ram árgerð 2009), s.s. hjólalegu- og kúplinga skipti, bremsu og pústviðgerðir o.fl. • Fannar Smári Sindrason. Fannar er 17 ára frá bænum Punkti í Eyjafjarðarsveit (dreifbýli Akureyrar). Hann er í grunndeild rafiðna við Verkmenntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann tekur fleiri fög til að ljúka einnig stúdentsprófi. Fannar hefur verið að taka myndir og útbúa auglýsingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hann notar m.a. dróna. Þá hefur hann verið að hann ýmsar lausnir við hversdagslegum vandamálum, s.s. að vökva blóm og slökkva ljós þegar maður er kominn upp í rúm (og slökkvarinn er við hurðina).
Skagafjörður Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira