Microsoft í samkeppni við Bose Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 11:09 Panos Panay, vörumerkjastjóri Microsoft, með nýju heyrnartólin. AP/Mary Altaffer Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1 Tækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Microsoft kynnti á þriðjudaginn nýjar tölvur og tól en að mestu snerist kynningin um nýjar Surface tölvur og ný heyrnartól. Þar að auki kynnti fyrirtækið viðbót við Windows stýrikerfið sem mun gera notendum kleift að tengja Android-síma við tölvur sínar. Þannig verður hægt að keyra símaforrit í tölvunni. Í rauninni verður mögulegt að opna símann sinn í sérstökum glugga í Windows. Þannig verður hægt að nálgast myndir sínar með auðveldum hætti, fá meldingar í tölvuna eða jafnvel senda smáskilaboð í tölvunni, svo eitthvað sé nefnt.Samkvæmt The Verge verður þessi nýja viðbót ekki klár að fullu fyrr en á næsta ári.Surface Pro 6, nýjasta útgáfan af fartölvu/spjaldtölvu blendingi Microsoft, var einnig kynnt, sem og ný útgáfa af Surface Laptop. Það er eingöngu fartölva og er ekki hægt að taka skjáinn af henni eins og Surface Pro. Örgjörvi tölvanna hefur verið uppfærður og þær eru nú fáanlegar í svörtu. Microsoft áætlar að Pro tölvan sé 67 prósentum hraðvirkari en Pro 5 og að nýja fartölvan sé 85 prósentum hraðvirkari. Ný heyrnartól Microsoft, sem tilheyra einnig Surface vörulínunni, komu hvað mest á óvart. Heyrnartólum þessum virðist vera ætlað að veita Bose samkeppni en þau eru hljóðeinangrandi, þráðlaus og 290 grömm að þyngd. Microsoft segir að heyrnartólin skynji þegar þau eru tekin niður og tónlist eða hvað sem verið er að hlusta á stöðvist þar til heyrnartólin eru sett upp aftur. Þar að auki er talgervill Microsoft, Cortana, innbyggð í heyrnartólin þannig að þau svara raddskipunum. Hér fyrir neðan má sjá nokkur kynningarmyndbönd sem Microsoft birti í kjölfar kynningarinnar. 1
Tækni Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira