Nýtt borðspil um Heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 3. október 2018 16:00 Spilið gefur innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil. Frá þessu er greint á vefsíðu UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Það er mjög einfalt að byrja að spila og það kostar ekki neitt,“ segir Fabienne Pompey, umsjónarmaður spilsins, sem ber heitið Áfram Heimsmarkmiðin. „Allt sem þarf til er að hlaða því niður af netinu, prenta, klippa út og spila.“ Spilið gefur innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Og það sem meira er, spilið gefur börnum hlutverk. Við þurfum á því að halda að unga kynslóðin leiki lykilhlutverk í að byggja upp bjarta framtíð. „Spilið gefur börnum tækifæri til að skilja heiminn betur og vera virk," segir Fabienne Pompey. Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leiðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame. Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sínar eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. „Við viljum hvetja fólk til að halda samtalinu áfram líka þegar spilinu lýkur,“ segir Pompey. Spilið er nú til á nokkrum tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku, auk Norðurlandamálanna, þannig að fjölskyldur geta spilað spilið og æft sig í erlendum málum á sama tíma. Þá vitið þið hvað til þarf. Leikurinn er hér og allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims! Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Borðspil Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður
Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Nú er hægt að kynna sér markmiðin og fræða börn um sjálfbæra þróun á meðan spilað er skemmtilegt borðspil. Frá þessu er greint á vefsíðu UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. „Það er mjög einfalt að byrja að spila og það kostar ekki neitt,“ segir Fabienne Pompey, umsjónarmaður spilsins, sem ber heitið Áfram Heimsmarkmiðin. „Allt sem þarf til er að hlaða því niður af netinu, prenta, klippa út og spila.“ Spilið gefur innsýn í það hvernig hver og einn hefur hlutverki að gegna sem einstaklingur, hluti af liðsheild og ábyrgur borgari, við að móta framtíð jarðarinnar. Og það sem meira er, spilið gefur börnum hlutverk. Við þurfum á því að halda að unga kynslóðin leiki lykilhlutverk í að byggja upp bjarta framtíð. „Spilið gefur börnum tækifæri til að skilja heiminn betur og vera virk," segir Fabienne Pompey. Heimsmarkmiðaspilinu er ætlað að hvetja fólk til að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að ná heimsmarkmiðunum og deila verkum sínum og benda á leiðir til þess að ná þeim á samskiptamiðlum með því að nota myllumerkið #SDGGame. Þátttakendur eru líka hvattir til þess að semja sínar eigin spurningar og deila þeim á samskiptamiðlum með sama myllumerki. „Við viljum hvetja fólk til að halda samtalinu áfram líka þegar spilinu lýkur,“ segir Pompey. Spilið er nú til á nokkrum tungumálum, svo sem ensku, frönsku, þýsku, spænsku, kínversku, hollensku og grísku, auk Norðurlandamálanna, þannig að fjölskyldur geta spilað spilið og æft sig í erlendum málum á sama tíma. Þá vitið þið hvað til þarf. Leikurinn er hér og allt sem þarf er prentari, skæri, lím og þið getið byrjað. Svo verður teningunum kastað í þágu betri, sjálfbærari heims! Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Borðspil Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður