United er án sigurs í síðustu fjórum leikjum en eftir að gera jafntefli við nýliða Úlfana á dögunum tapaði það á útivelli fyrir West Ham í deildinni um síðustu helgi og gerði svo markalaust jafntefli á heimavelli á móti Valencia í Meistaradeildinni í gærkvöldi.
Scholes var sérfræðingur í myndveri BT Sport að fjalla um leiki gærkvöldsins þar sem að hann var spurður hvort að hann héldi að Mourinho yrði rekinn á næstunni.
„Ég vona það, við skulum orða það þannig,“ svaraði Scholes.
"I'm surprised that he survived after Saturday"
"I think he's embarrassing the club."
Paul Scholes is pulling no punches tonight pic.twitter.com/0vmOYhDqCk
— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 2, 2018
Scholes er kominn með nóg af framkomu Portúgalans sem lætur leikmenn sína heyra það óspart á blaðamannafundum.
„Mourinho er endalaust að gagnrýna leikmenn sína á blaðamannafundum og hann er að gagnrýna yfirmenn sína því hann er greinilega ekki að fá það sem að hann vill,“ segir Scholes.
„Hann ræður ekkert við kjaftinn á sér og er félaginu til skammar,“ segir Paul Scholes.