Hvatti sig upphátt áfram á erfiðum köflum í Góbí-eyðimörkinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2018 15:54 Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Aðsend mynd/Lloyd Belcher Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Hún kom í mark um sexleytið í gærdag að okkar tíma en þá var klukkan um tvö að nóttu í eyðimörkinni. Hlaupið er eitt það erfiðasta í heimi en að þessu sinni taka um 60 manns þátt, 53 karlar og sjö konur. Elísabet er stödd í kínversku borginni Dunhuang og býður eftir því að allir hlaupararnir komi í mark en þeir þurfa að vera komnir á fimmtudagsnótt og eru þá 150 klukkutímar frá því hlaupið hófst. Hún var afar ánægð með árangurinn og snortin yfir allri athyglinni sem hlaupið hefur fengið, þegar Vísir náði tali af henni.Góbí-eyðimerkurhlaupið er 409 kílómetrar og segir Elísabet mikilvægt að hafa trú á sér og verkefninu allan tímann í slíku hlaupi þrátt fyrir að það komi erfiðir kaflar inná milli.Aðsend mynd/Lloyd Belcher„Mér líður ótrúlega vel og er enn að melta þetta. Það er skrítið að fara í gegnum fjóra sólahringa á fullri keyrslu þar sem maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt. Ég svaf samtals um fjóra klukkutíma á hlaupinu og ekkert síðasta sólahringinn en hvíldi mig vel í nótt. Ég var nokkuð stíf í skrokknum þegar ég vaknaði í morgun en varð strax betri eftir gott nudd. Ég var með blöðrur sem er óvenjulegt hjá mér en var sagt eftir skoðun að fæturnir litu vel út miðað við allt álagið,“ segir Elísabet. Góbí-eyðimerkurhlaupið er 409 kílómetrar og segir Elísabet mikilvægt að hafa trú á sér og verkefninu allan tímann í slíku hlaupi þrátt fyrir að það komi erfiðir kaflar inná milli. „Það skiptast á góðir og vondir kaflar í svona löngu hlaupi og því mikilvægt að minna sig á að slæmi kaflinn gengur yfir og gæta sín á að neikvæðnin nái ekki yfirhöndinni. Maður fer kannski að finna einhvers staðar til og þá þarf að minna sig á að verkurinn fer yfirleitt. Ég hvatti mig upphátt áfram á erfiðari stundum og minnti mig á að það væri stutt í næstu drykkjarstöð en alls voru 32 tímatökustöðvar á hlaupinu þar sem hægt var að fá að drekka og tíu hvíldarstöðvar,“ segir Elísabet. Elísabet hljóp um grýtta árfarvegi og um mjúkan eyðimerkursand.Aðsend mynd/Lloyd BelcherGóbí-eyðimerkurhlaupið er haldið í suðurhluta eyðimerkurinnar við jaðar Tíbethásléttunnar í vestur- Kína. Elísabet lýsir því sem miklu ævintýri. „Það var mögnuð upplifun að vera svona lengi þarna úti ein með sjálfri sér. Landslagið er ótrúlegt og hásléttan mjög sértök. En þarna er líka mikil auðn þar sem gljúfur og gil skiptast á. Undirlagið er mjög fjölbreytt, harður og mjúkur sandur skipast á, grýttur árfarvegur og svo fínustu stígar. Meirihlutann af tímanum var ég að hugsa um sjálft hlaupið og hvert ferðinni væri næst heitið en ég notaði GPS staðsetningartæki til að fara milli stöðva. Maður var alltaf að pæla í hvað væri framundan eða að skoða í kringum sig. Hitinn í eyðimörkinni sem var um 25 gráður yfir daginn fór vel í mig en stundum var mikið ryk í loftinu. Tvær nætur voru virkilega krefjandi en þá fór kuldinn í um mínus tíu gráður með vindkælingu. Þarna var ég í um fjögur þúsund metrum yfir sjávarmáli. Ég þurfti að klæða mig í öll fötin mín þessar nætur og er orðin sérfræðingur í að vinna með hin ýmsu lög af fötum,“ segir Elísabet sem var með um fimm kílóa bakpoka á sér með búnaði og fötum. Aðspurð um hvort hún sé farin að huga að næsta stóra hlaupi segir hún ekki svo vera. „Það þarf að taka hvíld í ákveðinn tíma eftir svona hlaup og á meðan finnst mér ekkert endilega gott að vera búin að skipuleggja næsta hlaup. Það er betra að leyfa hlaupahungrinu að koma yfir mann. En ég kom vel úthvíld í þetta hlaup og verð því fljótari að jafna mig en ella. Það kemur svo bara í ljós hvert haldið verður næst,“ segir ofurkonan Elísabet að lokum. Hlaup Tengdar fréttir Elísabet komin í mark á mettíma Elísabet Margeirsdóttir er komin í mark í Góbí-eyðimerkurhlaupinu. Elísabet er fyrsta konan til að klára hlaupið á undir 100 klukkustundum. 1. október 2018 17:16 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Hún kom í mark um sexleytið í gærdag að okkar tíma en þá var klukkan um tvö að nóttu í eyðimörkinni. Hlaupið er eitt það erfiðasta í heimi en að þessu sinni taka um 60 manns þátt, 53 karlar og sjö konur. Elísabet er stödd í kínversku borginni Dunhuang og býður eftir því að allir hlaupararnir komi í mark en þeir þurfa að vera komnir á fimmtudagsnótt og eru þá 150 klukkutímar frá því hlaupið hófst. Hún var afar ánægð með árangurinn og snortin yfir allri athyglinni sem hlaupið hefur fengið, þegar Vísir náði tali af henni.Góbí-eyðimerkurhlaupið er 409 kílómetrar og segir Elísabet mikilvægt að hafa trú á sér og verkefninu allan tímann í slíku hlaupi þrátt fyrir að það komi erfiðir kaflar inná milli.Aðsend mynd/Lloyd Belcher„Mér líður ótrúlega vel og er enn að melta þetta. Það er skrítið að fara í gegnum fjóra sólahringa á fullri keyrslu þar sem maður er alltaf að upplifa eitthvað nýtt. Ég svaf samtals um fjóra klukkutíma á hlaupinu og ekkert síðasta sólahringinn en hvíldi mig vel í nótt. Ég var nokkuð stíf í skrokknum þegar ég vaknaði í morgun en varð strax betri eftir gott nudd. Ég var með blöðrur sem er óvenjulegt hjá mér en var sagt eftir skoðun að fæturnir litu vel út miðað við allt álagið,“ segir Elísabet. Góbí-eyðimerkurhlaupið er 409 kílómetrar og segir Elísabet mikilvægt að hafa trú á sér og verkefninu allan tímann í slíku hlaupi þrátt fyrir að það komi erfiðir kaflar inná milli. „Það skiptast á góðir og vondir kaflar í svona löngu hlaupi og því mikilvægt að minna sig á að slæmi kaflinn gengur yfir og gæta sín á að neikvæðnin nái ekki yfirhöndinni. Maður fer kannski að finna einhvers staðar til og þá þarf að minna sig á að verkurinn fer yfirleitt. Ég hvatti mig upphátt áfram á erfiðari stundum og minnti mig á að það væri stutt í næstu drykkjarstöð en alls voru 32 tímatökustöðvar á hlaupinu þar sem hægt var að fá að drekka og tíu hvíldarstöðvar,“ segir Elísabet. Elísabet hljóp um grýtta árfarvegi og um mjúkan eyðimerkursand.Aðsend mynd/Lloyd BelcherGóbí-eyðimerkurhlaupið er haldið í suðurhluta eyðimerkurinnar við jaðar Tíbethásléttunnar í vestur- Kína. Elísabet lýsir því sem miklu ævintýri. „Það var mögnuð upplifun að vera svona lengi þarna úti ein með sjálfri sér. Landslagið er ótrúlegt og hásléttan mjög sértök. En þarna er líka mikil auðn þar sem gljúfur og gil skiptast á. Undirlagið er mjög fjölbreytt, harður og mjúkur sandur skipast á, grýttur árfarvegur og svo fínustu stígar. Meirihlutann af tímanum var ég að hugsa um sjálft hlaupið og hvert ferðinni væri næst heitið en ég notaði GPS staðsetningartæki til að fara milli stöðva. Maður var alltaf að pæla í hvað væri framundan eða að skoða í kringum sig. Hitinn í eyðimörkinni sem var um 25 gráður yfir daginn fór vel í mig en stundum var mikið ryk í loftinu. Tvær nætur voru virkilega krefjandi en þá fór kuldinn í um mínus tíu gráður með vindkælingu. Þarna var ég í um fjögur þúsund metrum yfir sjávarmáli. Ég þurfti að klæða mig í öll fötin mín þessar nætur og er orðin sérfræðingur í að vinna með hin ýmsu lög af fötum,“ segir Elísabet sem var með um fimm kílóa bakpoka á sér með búnaði og fötum. Aðspurð um hvort hún sé farin að huga að næsta stóra hlaupi segir hún ekki svo vera. „Það þarf að taka hvíld í ákveðinn tíma eftir svona hlaup og á meðan finnst mér ekkert endilega gott að vera búin að skipuleggja næsta hlaup. Það er betra að leyfa hlaupahungrinu að koma yfir mann. En ég kom vel úthvíld í þetta hlaup og verð því fljótari að jafna mig en ella. Það kemur svo bara í ljós hvert haldið verður næst,“ segir ofurkonan Elísabet að lokum.
Hlaup Tengdar fréttir Elísabet komin í mark á mettíma Elísabet Margeirsdóttir er komin í mark í Góbí-eyðimerkurhlaupinu. Elísabet er fyrsta konan til að klára hlaupið á undir 100 klukkustundum. 1. október 2018 17:16 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Elísabet komin í mark á mettíma Elísabet Margeirsdóttir er komin í mark í Góbí-eyðimerkurhlaupinu. Elísabet er fyrsta konan til að klára hlaupið á undir 100 klukkustundum. 1. október 2018 17:16