Verðlaunin hljóta þeir fyrir uppgötvana þeirra á sviði eðlisfræði leisa (e. laser physics). Ashkin fær verðlaunin fyrir að þróun sína á leisitækni sem notast er við til að rannsaka lífkerfi. Mourou og Strickland deila verðlaununum fyrir að hafa þróað leið til að mynda sterkar, en stuttar leisibylgjur.
Hinn 96 ára Ashkin starfaði á sínum tíma hjá Bell Laboratories og Lucent Technologies. Mourou hefur starfað við Háskólann í Michigan og Strickland við Waterlooháskóla í Kanada.
Strickland er fyrsta konan í 55 ár sem hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði.