Vincent Kompany, fyrirliði og varnarmaður Manchester City, segir að síðasta skref City sé að vinna Meistaradeildina.
City byrjaði Meistaradeildina ekki vel því liðið tapaði á heimavelli gegn Lyon. Annað kvöld fer liðið til Þýskalands og mætir Hoffenheim.
„Ég myndi elska það að vinna Evrópubikar með City en þetta er mjög erfið keppni til þess að vinna,” sagði Kompany fyrir leikinn gegn Hoffenheim.
„Ef þú lítur yfir Evrópu eru um átta lið sem eru mjög sterk og gera tilkall. Við þurfum að sætta okkur við það að við töpuðum gegn Lyon.”
„Nú einbeitum við okkur að Hoffenheim og ef það gengur vel þá getur allt gerst. Þetta er síðata skrefið sem þetta félag hefur ekki afrekað.”
„Þetta félag er alltaf að reyna bæta sig og við munum reyna að gera okkar besta,” sagði Kompany en leikurinn verður sýndur í beinni á rásum Stöðvar 2 Sports annað kvöld.
Kompany: Meistaradeildin er síðasta skrefið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn



Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn