Synir hafsins Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 18. október 2018 10:00 Leiðin liggur um votar slóðir á sögusviði aldanna þar sem lífsbaráttan við sjóinn markast af viðureign við náttúruna, lífið og dauðann. Það er sitt hvað Faðirvor og faðir vor,“ segir sögupersónan Ægir þegar hann fréttir af því að faðir hans Sævar hefur týnst á sjó vestur á fjörðum. Þar með hefst leitin að föðurnum sem á vissan hátt er „faðir allra feðra“. Það er leitin að upprunanum, rótunum, arfleifðinni, sjálfum sér. Leiðin liggur um votar slóðir á sögusviði aldanna þar sem lífsbaráttan við sjóinn markast af viðureign við náttúruna, lífið og dauðann. Sagan er fantasía þar sem stuðst er við þá ævagömlu aðferð þjóðsagna og ævintýra að ferðast milli „heima“ – af einu tíma- og sögusviði yfir á annað. Skilin þar á milli eru táknuð með þoku. Aðalpersónan lifir í nútíðinni en bregður sér um sögusvið forfeðranna á litlum báti. Draumur fléttast við veruleika. Fortíðin gengur aftur í nútímanum. Sjómaðurinn gamli sem fer með Ægi í leitarleiðangra hans ber með sér útlit allra bátsformanna um aldir og draga má í efa að hann sé raunveruleg persóna. Stöðugur stendur hann við stýrið á sjónum en eins og þegar múkkanum fatast flugið yfir landi, lamast fætur hans um leið og hann stígur á þurrt. Verður þá „hálfur maður“. Eftirbátur er áttunda skáldsaga Rúnars Helga Vignissonar (f. 1959). Sjórinn hefur áður verið honum hugleikinn, eins og til dæmis í fyrstu bók hans Ekkert slor (1984), enda er hann borinn og barnfæddur við Ísafjarðardjúp líkt og efnistök bókarinnar gefa til kynna. Á köflum getur að líta hressilegt sjómannamál en ekki er víst að allir lesendur tengi jafn vel við málfarið sem höfundi virðist tamt á tungu – orðatiltæki á borð við „það skal ekki skarða“ eða veðurfarslýsinguna „kaldaskít“ svo dæmi séu tekin. Samanborið við sjómennskutalið skýtur því skökku við, þegar ástir og kynlíf koma til tals, að sjá gripið til rósamálsins. Er engu líkara en höfundur vilji gera því efni skil en veigri sér samt við því (hjónin eru „í góðum gír“, það lifnar yfir honum „neðanþilja“ o.s.frv.). Útkoman verður tilgerð sem á illa heima í andrúmi sögunnar og er óþörf því sumu hefði einfaldlega mátt sleppa. Á öðrum sviðum tekst betur til með húmor og stílfimi. Núningur milli fortíðar og nútíðar er undirstrikaður með (vísvitandi) ósamræmi orðræðu og andrúmslofts, þar sem aðalpersónan Ægir botnar ekkert í því sem fyrir augu ber enda veit hann „andskotann ekkert um fortíðina“. Ekkert frekar en börnin sem skilja ekki orðið „hégómi“ heldur „halda að þetta sé eitthvert tannlæknamál“. Hér er sögð saga allra sjómanna (og raunar fleiri) sem lifað hafa og dáið við Ísafjarðardjúp en ganga aftur í afkomendum sínum kynslóð eftir kynslóð. Synir hafsins – eins og nöfnin votta – sækja sjóinn mann fram af manni, þó með þá von í brjósti að afkomendurnir hljóti annað hlutskipti. „Farðu aldrei á sjó,“ segir faðirinn við soninn. „Sama hvað þér býðst gott pláss.“ Sonurinn daufheyrist við. Nauðugur viljugur er hann dreginn áfram af dularöflum fortíðar sem eru eins og „óljós marglyttuþráður kominn úr undirdjúpunum“. Ástæðan er „ekki svar heldur kennd“ sem fyrir löngu var orðuð í hendingu sálmsins góða og leiðarstefi bókarinnar: Föðurland vort hálft er hafið – helgað þúsund feðra dáð. Ólína Kjerúlf ÞorvarðardóttirNiðurstaða: Það er sitt hvað saga og Sagan – en þær systur fléttast þó býsna vel saman í þessari áhugaverðu bók. Birtist í Fréttablaðinu Gagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það er sitt hvað Faðirvor og faðir vor,“ segir sögupersónan Ægir þegar hann fréttir af því að faðir hans Sævar hefur týnst á sjó vestur á fjörðum. Þar með hefst leitin að föðurnum sem á vissan hátt er „faðir allra feðra“. Það er leitin að upprunanum, rótunum, arfleifðinni, sjálfum sér. Leiðin liggur um votar slóðir á sögusviði aldanna þar sem lífsbaráttan við sjóinn markast af viðureign við náttúruna, lífið og dauðann. Sagan er fantasía þar sem stuðst er við þá ævagömlu aðferð þjóðsagna og ævintýra að ferðast milli „heima“ – af einu tíma- og sögusviði yfir á annað. Skilin þar á milli eru táknuð með þoku. Aðalpersónan lifir í nútíðinni en bregður sér um sögusvið forfeðranna á litlum báti. Draumur fléttast við veruleika. Fortíðin gengur aftur í nútímanum. Sjómaðurinn gamli sem fer með Ægi í leitarleiðangra hans ber með sér útlit allra bátsformanna um aldir og draga má í efa að hann sé raunveruleg persóna. Stöðugur stendur hann við stýrið á sjónum en eins og þegar múkkanum fatast flugið yfir landi, lamast fætur hans um leið og hann stígur á þurrt. Verður þá „hálfur maður“. Eftirbátur er áttunda skáldsaga Rúnars Helga Vignissonar (f. 1959). Sjórinn hefur áður verið honum hugleikinn, eins og til dæmis í fyrstu bók hans Ekkert slor (1984), enda er hann borinn og barnfæddur við Ísafjarðardjúp líkt og efnistök bókarinnar gefa til kynna. Á köflum getur að líta hressilegt sjómannamál en ekki er víst að allir lesendur tengi jafn vel við málfarið sem höfundi virðist tamt á tungu – orðatiltæki á borð við „það skal ekki skarða“ eða veðurfarslýsinguna „kaldaskít“ svo dæmi séu tekin. Samanborið við sjómennskutalið skýtur því skökku við, þegar ástir og kynlíf koma til tals, að sjá gripið til rósamálsins. Er engu líkara en höfundur vilji gera því efni skil en veigri sér samt við því (hjónin eru „í góðum gír“, það lifnar yfir honum „neðanþilja“ o.s.frv.). Útkoman verður tilgerð sem á illa heima í andrúmi sögunnar og er óþörf því sumu hefði einfaldlega mátt sleppa. Á öðrum sviðum tekst betur til með húmor og stílfimi. Núningur milli fortíðar og nútíðar er undirstrikaður með (vísvitandi) ósamræmi orðræðu og andrúmslofts, þar sem aðalpersónan Ægir botnar ekkert í því sem fyrir augu ber enda veit hann „andskotann ekkert um fortíðina“. Ekkert frekar en börnin sem skilja ekki orðið „hégómi“ heldur „halda að þetta sé eitthvert tannlæknamál“. Hér er sögð saga allra sjómanna (og raunar fleiri) sem lifað hafa og dáið við Ísafjarðardjúp en ganga aftur í afkomendum sínum kynslóð eftir kynslóð. Synir hafsins – eins og nöfnin votta – sækja sjóinn mann fram af manni, þó með þá von í brjósti að afkomendurnir hljóti annað hlutskipti. „Farðu aldrei á sjó,“ segir faðirinn við soninn. „Sama hvað þér býðst gott pláss.“ Sonurinn daufheyrist við. Nauðugur viljugur er hann dreginn áfram af dularöflum fortíðar sem eru eins og „óljós marglyttuþráður kominn úr undirdjúpunum“. Ástæðan er „ekki svar heldur kennd“ sem fyrir löngu var orðuð í hendingu sálmsins góða og leiðarstefi bókarinnar: Föðurland vort hálft er hafið – helgað þúsund feðra dáð. Ólína Kjerúlf ÞorvarðardóttirNiðurstaða: Það er sitt hvað saga og Sagan – en þær systur fléttast þó býsna vel saman í þessari áhugaverðu bók.
Birtist í Fréttablaðinu Gagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira