Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2018 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði gott mót á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. getty Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira