Raunhæft að stefna á Tókýó árið 2020 Hjörvar Ólafsson skrifar 18. október 2018 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir gerði gott mót á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires. getty Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, spretthlaupari úr ÍR, kórónaði frábært ár sitt með því að tryggja sér gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna í Buenos Aires í Argentínu í gærkvöldi. Guðbjörg Jóna bætti Íslandsmet sitt í greininni tvívegis á leikunum, en hún hefur alls gert það þrisvar sinnum á þessu ári. Áður hafði Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur í 200 metra hlaupi staðið óhreyft í 21 ár. „Ég er búin að vera að hugsa um þetta hlaup í mjög langan tíma og það er ofboðslega góð tilfinning að þetta hafi gengið svona vel og gullið sé í höfn. Tilfinningin var geggjuð og ég fann það strax þegar ég kom í mark að ég hefði náð góðum tíma. Mér fannst líklegt að ég hefði náð að tryggja mér gullverðlaun,“ segir Guðbjörg Jóna um þær tilfinningar sem bærðust í brjósti hennar eftir hlaupið. Þessi 16 ára hlaupakona segir undirbúninginn fyrir Ólympíuleika ungmenna hafa gengið vel. „Það hefur fátt annað komist að undanfarna mánuði en að undirbúa mig eins vel og ég get fyrir þetta hlaup. Æfingarnar hafa verið svipaðar og áður, en ég hugsaði mjög vel um mig síðustu mánuði. Bæði hvað varðar næringu, góða hvíld og góðan svefn. Það er skemmtilegt að hafa uppskorið eftir allan þann undirbúning. Það munar líka um það að geta hlaupið alveg meiðslalaus, en meiðslin sem ég glímdi við fyrr á árinu eru ekki lengur að plaga mig,“ sagði Guðbjörg um lykilinn að góðum árangri sínum. „Það var frekar skrýtið að vakna í morgun og vera ekki að hugsa um leiðir til þess að ná þessu markmiði mínu. Það var að vinna gull hérna. Nú er næsta markmið að standa mig vel á Evrópumóti U-20 ára sem fram fer á júlí í næsta ári. Þar stefni ég á að komast í úrslit og ég tel það vel raunhæft. Ég er búin að bæta mig reglulega og nokkuð mikið síðasta hálfa árið. Það er ekki ekki hægt að vænta þess að þetta haldi áfram á sama hátt, en ég get klárlega bætt mig meira og það er markmiðið. Langtímamarkmiðið er svo að hlaupa á Ólympíuleikum. Ég er ekki viss um að það sé raunhæft að stefna á leikana sem fram fara í Tókýó árið 2020, en það kemur bara í ljós þegar nær dregur,“ segir hún um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Sjá meira