Minni veikindi og hreinni samviska með styttri vinnuviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2018 15:41 Starfsmenn sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm við styttingu vinnuviku. Vísir/Vilhelm Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Karlar og konur sem tekið hafa þátt í tilraunaverkefni er snýr að styttingu vinnuvikunnar eru sammála um að færri vinnustundir hafi auðveldað þeim að samræma vinnu og einkalíf auk þess að minnka það álag sem sé á heimilinu. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Þetta kom fram á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem kynntar voru niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á áhrifum styttingu vinnuvikunnar um fjórar til fimm klukkustundir á fjölskyldulíf og jafnrétti hjá starfsfólki hjá ríki og borg.Meiri starfsánægja og betri starfsandi Litið var á eina megindlega rannsókn og þrjár kannanir sem gerðar voru með sex mánaða millibili til að kanna áhrifin. Mæld var kulnun í starfi, streita, jafnvægi vinnu og einkalífs og viðhorf til starfs og vinnustaðar. Viðmælendum ber saman um að starfsánægja og starfsandi verður meiri, minna er um útréttingar í vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskóla upplifa meira svigrúm. Margir orðuðu það svo að það gengi betur að „púsla saman deginum“. Viðmælendur upplifðu líka bætta líkamlega og andlega heilsu. Konur virðast ennþá oftast vera verkstjórar á heimilinu en karlar taka þó meiri þátt í húsverkum og uppeldi barna sinna með styttingu vinnuvikunnar. Þeir voru ánægðir með að taka þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna, svo sem að sækja þau í dagvistun. Konur, sem tóku þátt, fundu lítinn mun á umfangi húsverka né töldu að þær gerðu meira en áður. Konur voru einnig líklegri til þess að minnast á að samviskubit þeirra hafi minnkað þar sem þær gátu frekar sinnt hlutum utan heimilis eins og líkamsrækt og að hitta vinkonur.Verkefnið orðið þriggja ára Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hófst fyrst á árið 2015 með þátttöku Reykjavíkurborgar en árið 2017 hófst annað tilraunaverkefni á vegum ríkisins. Þær athuganir sem vitnað er í hér að ofan eru frá þessum fyrri áföngum verkefnisins. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Alls um 2000 borgarstarfsmenn. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima. Í ár hófst annar áfangi tilraunaverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar með fleiri þátttakendum. Nú taka þátt í því fimm ríkisstofnanir og u.þ.b. 100 starfsstöðvar borgarinnar. Allt ferlið verður metið og kannað til þess að sjá hvað stytting vinnuvikunnar þýðir fyrir þátttakendur og vinnustaði. Mælingar benda til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn með því að vinna minna sé bætt líðan og samskipti bæði í vinnu og heima.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Styttu vinnudaginn um tvo klukkutíma: „Það eru mikilvægari hlutir í lífinu heldur en bara að vinna geðveikt mikið og græða pening“ Margeir Steinar Ingólfsson hjá Hugsmiðjunni glímdi við líkamleg meiðsli eftir slys og auk þess fór hann að hugleiða. Þá gerði hann sér grein fyrir því að stytting vinnuvikunnar væri góð hugmynd. 6. febrúar 2018 23:30