Örlög þýska bílaiðnaðarins gætu orðið þau sömu og þess bandaríska Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2018 11:53 Herbert Diess, forstjóri VW, sér fram á svarta tíma nú þegar bílaframleiðendur þurfa að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Vísir/EPA Aðeins eru um helmingslíkur á því að þýskir bílaframleiðendur haldi leiðandi stöðu á bílamarkaði nema þeir aðlagi rekstur sinn að nýjum reglum og breyti framleiðsluháttum. Þetta fullyrðir forstjóri Volkswagen sem telur bílaiðnaðinn í Evrópu geta endað á sama hátt og gerðist vestan hafs. Evrópsk stjórnvöld hafa lagt strangari reglur um útblástur bíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni og minnka loftmengun. Sumar borgir og lönd hafa jafnframt lýst því yfir að nýir dísil- og bensínbílar verði bannaðir eftir 2030, þar á meðal Ísland. Bílaframleiðendur hafa kvartað sáran og sagt reglurnar munu skaða bílaiðnaðinn í álfunni og fækka störfum. „Frá sjónarhóli dagsins í dag er líkurnar kannski 50-50 að þýski bílaiðnaðurinn verði enn á meðal þess besta í heiminum eftir tíu ár,“ segir Herbert Diess, forstjóri Volkswagen. Hann telur að þýskar borgir sem reiða sig á bílaiðnaðinn og hafa blómstrað gætu farið sömu leið og bandarískar borgir eins og Detroit þar sem hart hefur verið í ári eftir að framleiðslan fluttist annað. Áætlar Diess að störfum hjá fyrirtækinu muni fækka um 14.000 fyrir 2020 þegar það eykur hlut rafbíla í framleiðslu sinni. Ástæðan fyrir fækkun starfanna í bílaiðnaði er sú að skemmri tíma tekur að framleiða rafbíla en bíla með sprengihreyfli auk þess sem framleiðsla rafhlaðnanna fer fram annars staðar, að því er segir í frétt Reuters. „Okkur er öllum ljóst að kerfisbreytingin mun leiða til færri starfa í bílaiðnaði í Þýskalandi. Spurningin er hversu langan tíma við þurfum til að innleiða þessa kerfisbreytingu?“ segir Diess. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem urðu uppvísir að því að svindla á útblástursprófunum. Bílar sem fyrirtækið framleiddi menguðu þannig meira þegar þeir voru komnir út á götuna en í prófununum. Loftslagsmál Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Aðeins eru um helmingslíkur á því að þýskir bílaframleiðendur haldi leiðandi stöðu á bílamarkaði nema þeir aðlagi rekstur sinn að nýjum reglum og breyti framleiðsluháttum. Þetta fullyrðir forstjóri Volkswagen sem telur bílaiðnaðinn í Evrópu geta endað á sama hátt og gerðist vestan hafs. Evrópsk stjórnvöld hafa lagt strangari reglur um útblástur bíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni og minnka loftmengun. Sumar borgir og lönd hafa jafnframt lýst því yfir að nýir dísil- og bensínbílar verði bannaðir eftir 2030, þar á meðal Ísland. Bílaframleiðendur hafa kvartað sáran og sagt reglurnar munu skaða bílaiðnaðinn í álfunni og fækka störfum. „Frá sjónarhóli dagsins í dag er líkurnar kannski 50-50 að þýski bílaiðnaðurinn verði enn á meðal þess besta í heiminum eftir tíu ár,“ segir Herbert Diess, forstjóri Volkswagen. Hann telur að þýskar borgir sem reiða sig á bílaiðnaðinn og hafa blómstrað gætu farið sömu leið og bandarískar borgir eins og Detroit þar sem hart hefur verið í ári eftir að framleiðslan fluttist annað. Áætlar Diess að störfum hjá fyrirtækinu muni fækka um 14.000 fyrir 2020 þegar það eykur hlut rafbíla í framleiðslu sinni. Ástæðan fyrir fækkun starfanna í bílaiðnaði er sú að skemmri tíma tekur að framleiða rafbíla en bíla með sprengihreyfli auk þess sem framleiðsla rafhlaðnanna fer fram annars staðar, að því er segir í frétt Reuters. „Okkur er öllum ljóst að kerfisbreytingin mun leiða til færri starfa í bílaiðnaði í Þýskalandi. Spurningin er hversu langan tíma við þurfum til að innleiða þessa kerfisbreytingu?“ segir Diess. Volkswagen er einn þeirra bílaframleiðenda sem urðu uppvísir að því að svindla á útblástursprófunum. Bílar sem fyrirtækið framleiddi menguðu þannig meira þegar þeir voru komnir út á götuna en í prófununum.
Loftslagsmál Skandall hjá Volkswagen Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Fjárfestar krefja Volkswagen um milljarða vegna útblásturshneykslis Stjórnendur þýska bílaframleiðandans eru sakaðir um að hafa brugðist í að greina hluthöfum frá fjárhagslegum afleiðingum útblástursprófanasvindlsins. 10. september 2018 09:33