Einkunnir Íslands: Gylfi bestur Íþróttadeild skrifar 15. október 2018 20:46 Gylfi í baráttunni í kvöld. Vísir/vilhelm Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Ísland beið lægri hlut gegn Sviss á Laugardalsvelli í leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Svisslendingar komust í 2-0 með mörkum frá Haris Seferovic og Michael Lang en Alfreð Finnbogason minnkaði muninn með stórkostlegu marki. Ísland komst nálægt því að jafna í lokin en það tókst ekki og er því enn stigalaust í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Vísis fyrir leikmenn íslenska liðsins. Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Gat lítið gert í mörkunum sem hann fékk á sig, átti þó slaka sendingu í aðdraganda seinna marks Sviss. Átti ágætar vörslur þegar á reyndi.Hólmar Örn Eyjólfsson, hægri bakvörður 6 Varnarlega var ekki mikið út á hann að setja en sóknarlega ógnar hann lítið enda óvanur bakvarðarstöðunni. Hefur þó stimpað sig ágætlega inn hjá Hamrén í síðustu leikjum.Kári Árnason, miðvörður 7 Virtist aðeins óöruggur í upphafi en það stóð ekki lengi yfir. Fínt dagsverk hjá Kára sem er leiðtogi sem Ísland saknaði í Sviss og gegn Belgíu. Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Var traustur með Kára en átti stundum í vandræðum með að koma boltanum vel frá sér. Stóð þó vel fyrir sínu og hann og Kári vinna vel saman.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 4 Leit ekkert sérlega vel út í mörkum Sviss og í seinna markinu klikkaði hann alveg í dekkingunni. Hjálpaði lítið fram á við og átti einn af sínum slakari leikjum með landsliðinu.Birkir Bjarnason, miðjumaður 7Var í vandræðum á miðsvæðinu í byrjun, gekk illa að finna samherja og tapaði boltanum of oft. Vann sig þó ágætlega inn í leikinn og var drífandi þegar Ísland reyndi að jafna undir lokin.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður (maður leiksins) 8 Sá leikmaður í liðinu sem ógnaði mest sóknarlega.. Var nokkuð duglegur að finna sér svæði fyrir framan vörnina og komst nálægt því að skora í nokkur skipti.Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður 6 Duglegur eins og í undanförnum leikjum og gaf allt sitt í leikinn. Tengdi lítið við Alfreð og Gylfa fyrir framan sig á miðjunni og var of lítið í boltanum.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Sýndi ágæta takta og ógnaði oftast þegar hann fékk pláss úti á kantinum. Skilaði varnarvinunni vel að vanda og sýndi að liðið saknaði hans í fyrri leikjum keppninnar.Arnór Ingvi Traustason, vinstri kantmaður 4 Komst aldrei almennilega í takt við leikinn og ógnaði lítið á vinstri kantinum. Var kraftlaus og lítið kom út úr því sem hann reyndi.Alfreð Finnbogason, framherji 7Skoraði stórkostlegt mark og tók oft ágætis hlaup en vantaði stuðninginn frá fleirum en Gylfa. Það er enginn að fara að taka framherjastöðuna í landsliðinu af honum í bráð.VaramennRúrik Gíslason 6 (Kom inn á fyrir Arnór Ingva á 68.mínútu) Kom inn með nokkurn kraft í liðið en var ekkert sérstaklega mikið í boltanum. Barðist þó af krafti þær mínútur sem hann spilaði.Albert Guðmundsson (Kom inn á fyrir á Rúnar Má á 84.mínútu) Spilaði ekki nógu lengi til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46 Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Alfreð: Örugglega flottasta mark sem ég hef skorað á þessum velli Alfreð Finnbogason sagði að stórkostlegt mark sitt gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld hafi væntanlega verið það flottasta sem hann hefur skorað á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:46
Sjáðu stórkostlegt mark Alfreðs Ísland mætir Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli. 15. október 2018 20:30