Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 11:35 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu. Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59
Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36