Fundu lyktina af strákunum í hellinum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2018 15:15 Hersir ræddi við Rick Stanton. vísir/vilhelm Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd. Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Það var lyktin sem fyrst gaf bresku köfurunum Rick Stanton og John Volanthen til kynna að leit þeirra í þröngum og dimmum helli, fullum af vatni, í Chiang Rai héraði Tælands hefði borið árangur. Heimsbyggðin öll fylgdist með þegar fréttir fóru að berast í síðari hluta júnímánaðar um að tólf ungra drengja í knattspyrnuliðinu Wild Boars væri saknað auk þjálfara liðsins. Við tóku gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir sem sýnt var frá á sjónvarpsstöðvum og fréttasíðum um víða veröld.Ótrúlegt að finna þá alla á lífi Stanton og Volanthen voru í framlínunni í aðgerðunum, og það voru þeir sem birtust með vasaljós og súrefniskúta við sylluna 2. júlí, þar sem hópurinn hafði beðið milli vonar og ótta í rúma viku. „Við komum upp á yfirborðið í hluta hellisins sem var hálffullur af vatni. Við syntum inn göngin og fundum lyktina af strákunum. Við töluðum við þá, en höfðum ekki hugmynd um hvað við myndum finna og í hvaða ástandi fólk væri. Við vissum ekki hvort þeir hefðu allir lifað af og hvort þeir væru allir á sama staðnum, eða hefðu dreifst um hellinn. Svo komu þeir allir niður á sylluna, allir þrettán, það var alveg ótrúlegt,“ segir Stanton, sem staddur er hér á landi í tengslum við Björgun18 – alþjóðlega ráðstefnu í Hörpu á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Myndi fara aftur á morgun Stanton kveðst aldrei hafa verið í vafa um að svara kallinu þegar haft var samband við þá í júní og þeir beðnir um að koma til aðstoðar. Þeir félagar voru raunar þegar byrjaðir að undirbúa för sína, enda heyrt af málinu í fjölmiðlum.Myndirðu fara aftur ef hringt yrði í þig vegna sambærilegrar aðgerðar á morgun?„Ég myndi flytja ávarpið á ráðstefnunni fyrst og leggja svo í hann. Ekki spurning“, segir Stanton.Rætt verður við Stanton í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar segir hann m.a. frá aðgerðinni, tilfinningunni þegar þeir sáu drengina fyrst og hvernig líf þessara tveggja áhugakafara hefur breyst við þá gríðarlegu athygli sem þeir fengu eftir afrekið. Þannig flýgur Stanton nú um heiminn og heldur fyrirlestra, auk þess sem kvikmyndaframleiðendur hafa sýnt málinu mikinn áhuga – svo dæmi séu nefnd.
Fastir í helli í Taílandi Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira